Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 54
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í svipinn slæ ég af. (Þögn meðan
fréttamenn ljúka við skriftirnar.
Rósa hefir gerst æ órólegri undir út-
varpinu. Fiktað við ritvélina, rissað
á blað, handleikið og lesið símskeytið
o. s. frv.)
1. Fréttam. — (Glaður í bragði).
Ég fer að halda að við höfum dottið
ofan í lukkupottinn. Við skyldum
nú eiga eftir að senda héðan fréttir
um flóð og fjártjón.
2. Fréttam. — Mannskaða, ef
vatnavextirnir aukast að mun.
1. Fréttam. — Hver veit? En ég
er enn á því, að við ættum að fara
út að Bæarvatni, í stað þess að sitja
hér.
2. Fréttam. — Þú um það. Fyrir
mitt leyti, kýs ég heldur, að vera
þar sem vel fer um mig og talsíminn
er við hendina. Það er að segja.
meðan Jón-Jón lætur til sín heyra
af og til.
Rósa — Bæarstjórinn lagði svo
fyrir —
Rödd gönguþ. — (í ákafri geðs-
hræring). Þar hljóp af skot út á
vatni, frá einum bátnum — bát
bæarstjórans! En hér eru að gerast
meiri tíðindi. Vatnið er að vinna sig
í gegn um flóðgarðinn. Skarð kom-
ið í hann rétt við fæturna á mér.
Þarna féll stórt stykki úr honum og
vatnið beljar niður á Flesjuna gegn
um skarðið. Þetta ætlar að verða
viðburðarríkur dagur. Á aðra hönd
við mig, er garðurinn enn heill.
Eftir honum kemur kona. Hún
hleypur alt hvað fætur toga. —
(Útvarpið heldur áfram með augna-
bliks þögnum samtímis og samtalið
á leiksviðinu. Því gerast fréttamenn
fljótmæltir, svo þeir missi ekki af
orðum gönguþulsins).
1. Fréiiam. — (Rýkur í talsímann)
Miðstöð? — Fjarsíma til Alport. —
Fréttaritstjóra, Nýabóla. — Upptek-
inn? — Ég verð að fá samband
strax. — Já. — Heimili bæjarstjór-
ans. — Ég bíð við símann. (Hringir
upp).
2. Fréiiam. — (Rýkur 1 símann).
Ritsímastöðina. — Senda eftirfylgj-
andi ritsímaskeyti: Fréttaritstjóri,
Heimsjá, Laxaborg. Hjörvarður ef
til vill fundinn, drukknaður í Bæar-
vatni. Stopp. Óvænt tíðindi í vænd-
um. Óvanalegir vatnavextir hér.
Bæarvatn að brjóta af sér flóðgarð-
inn. Heilt hverfi Bæarbæar í stór-
hættu. Mun síma fréttirnar jafn-
harðan og þær koma inn yfir göngu-
útvarpið — Kláus. (Subba kemur í
dyrnar með kaffibakka, staðnæmist
þar, er hún sér hversu æst Rósa og
fréttamenn eru. Hlustar á útvarpið).
Rödd gönguþ. — Já, skotið kom
frá bát bæarstjórans. Og nú eru
helikoptarnir að hefja sig til flugs.
Flóðgarðurinn er að gefa sig á
nýum stað, fjær mér, svo ég sé ekki
hversu mikil skemdin er. Stórkost-
legt flóð fyrirsjáanlegt um Flesjuna.
Eingin leið, að stemma stigu fyrir
því. (1. Fréttam. reynir af og til að
ná símasambandi við Álport). Og nú
er konan komin, æst og lafmóð. —
Hérna, kona góð, talaðu fyrir mig
í útvarpið, hvað sem þú hefir að
segja.
Rödd konunnar — (Móð og hás).
í guðs bænum komdu héðan. Forð-
aðu þér meðan tími er til.
Rödd gönguþ. — Ég hefi mitt verk
að vinna hér. Umheimurinn stendur
á öndinni eftir fréttum héðan.
Rödd k. — En sérðu ekki, maður,
að þú ert í lífsháska?