Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 89
Á VORDÆGRUM
69
fergi og öðrum hættum, og svo er
eigi öllum gefin jafnmikil þraut-
seigja. Á það við fiðruð dýr ekki
síður en ferfætt og menn.
Aðeins þolbetri hjónum og þeim,
sem bjuggu á hentugri stöðum, tókst
að verja hreiður sín og varna þess,
að eggin yrðu fúl í þessu vonda
hreti, sem líktist einna mest hörku-
hríð á þorra. Hörð var þeirra bar-
atta, og mikinn dug, kraft og hetju-
anda sýndu þessir göfugu fuglar.
Fórnfýsi þeirra og vægðarleysi við
sjálfa sig var svo, að undrum sætti
°g hlyti að vekja aðdáun þeirra, er
sæju.
í iðulausri stórhríð dag og nótt í
heila viku sátu æðarkollurnar á
eggjum sínum með snjódyngjuna
kringum sig og yfir höfði sér. Hjá
þeim stóðu blikarnir eins og líf-
verðir gegn fjandaher. Þrautseigar
voru þær og hugrakkir þeir. Þarna,
eins og í mannheimi, var ef til vill
þáttur kvennanna, mæðranna, síður
aberandi en stríð hins sterkara kyns.
Þó getur starf það, er æðarkollurn-
ar unnu: hitun eggja sinna; með
snjó allt í kring, kófið yfir sér og
margra stiga frost, varla talizt
^ainna virði. En blikarnir vöktu ó-
skiptari athygli þeirra, er þetta sáu.
Réttara væri þó að segja: undrun,
e^a jafnvel þögula lotningu. Sann-
arlega var hér barizt hetjubaráttu.
fögur voru þessi fuglahöfuð og
halsar, sem teygðu sig upp úr fann-
breiðunni, upp í kófið og storm-
°fsann. Einn bar þó öllum hærra:
•Birting.
Stormurinn blés ákaflega, og hríð-
\n ólmaðist með fádæmum, sögðu
ynrsir. Aðrir töldu þessar hamfarir
einstakar. Fuglarnir voru fámálli
Um hretið. Nokkrum sinnum rofaði
í sortann. í eitt slíkt skipti varð
Dílu að orði:
— Nú held ég þessum ósköpum
sé loks að linna. Blessuð sólin er
að brjótast fram.
Þá skall aftur saman, og Birting-
ur svaraði með óbifanlegri rósemd:
— Skyldu mennirnir ekki geta
neitt við þessu óveðri gert?
En rödd hans drukknaði í hring-
iðu storms og fannfergi. Þá hugsaði
æðurin:
— Líklega hefur vorið dáið og
lifnar aldrei aftur. Upphátt sagði
hún það ekki, enda hefði slíkt verið
til lítils. í stað þess breiddi hún sig
yfir eggin betur en áður, þolinmóð
og umhyggjusöm.
Bóndi hennar var hnarreistur og
lét hvergi bugast. Hann skyldi berj-
ast til þrautar, hvað sem á gengi.
Einhvern tíma mundi birta í lofti.
Það vissi hann upp á sínar átta tær
og ótal fjaðrir.
IV.
Daginn, sem norðanhríðin hætti,
var eyðilegt að líta yfir Víðey. Hún
var eins og samfelld jökulbreiða.
Að því leyti stakk hún raunar ekki
í stúf við annað umhverfi, þakið
álnardjúpri fönn. En eyjan var
hærri, líkt og jökulbunga hefur sig
yfir snævi hulin öræfi í kring.
Og samt var þessi breðaeyðimörk
öðruvísi en aðrir jöklar: í henni
bærðist líf.
Á víð og dreif mátti sjá varð-
fugla, æðarblika hjá eggjamæðrum.
sem enn höfðu eigi farið úr hreiðr-
um sínum. Aldrei skyldu þær né
þeir gefast upp, nema eyjan sykki
og himinninn hryndi — ekki fremur
en jarðeldurinn, sem lætur ekki
jökulinn slökkva sig.