Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 89

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 89
Á VORDÆGRUM 69 fergi og öðrum hættum, og svo er eigi öllum gefin jafnmikil þraut- seigja. Á það við fiðruð dýr ekki síður en ferfætt og menn. Aðeins þolbetri hjónum og þeim, sem bjuggu á hentugri stöðum, tókst að verja hreiður sín og varna þess, að eggin yrðu fúl í þessu vonda hreti, sem líktist einna mest hörku- hríð á þorra. Hörð var þeirra bar- atta, og mikinn dug, kraft og hetju- anda sýndu þessir göfugu fuglar. Fórnfýsi þeirra og vægðarleysi við sjálfa sig var svo, að undrum sætti °g hlyti að vekja aðdáun þeirra, er sæju. í iðulausri stórhríð dag og nótt í heila viku sátu æðarkollurnar á eggjum sínum með snjódyngjuna kringum sig og yfir höfði sér. Hjá þeim stóðu blikarnir eins og líf- verðir gegn fjandaher. Þrautseigar voru þær og hugrakkir þeir. Þarna, eins og í mannheimi, var ef til vill þáttur kvennanna, mæðranna, síður aberandi en stríð hins sterkara kyns. Þó getur starf það, er æðarkollurn- ar unnu: hitun eggja sinna; með snjó allt í kring, kófið yfir sér og margra stiga frost, varla talizt ^ainna virði. En blikarnir vöktu ó- skiptari athygli þeirra, er þetta sáu. Réttara væri þó að segja: undrun, e^a jafnvel þögula lotningu. Sann- arlega var hér barizt hetjubaráttu. fögur voru þessi fuglahöfuð og halsar, sem teygðu sig upp úr fann- breiðunni, upp í kófið og storm- °fsann. Einn bar þó öllum hærra: •Birting. Stormurinn blés ákaflega, og hríð- \n ólmaðist með fádæmum, sögðu ynrsir. Aðrir töldu þessar hamfarir einstakar. Fuglarnir voru fámálli Um hretið. Nokkrum sinnum rofaði í sortann. í eitt slíkt skipti varð Dílu að orði: — Nú held ég þessum ósköpum sé loks að linna. Blessuð sólin er að brjótast fram. Þá skall aftur saman, og Birting- ur svaraði með óbifanlegri rósemd: — Skyldu mennirnir ekki geta neitt við þessu óveðri gert? En rödd hans drukknaði í hring- iðu storms og fannfergi. Þá hugsaði æðurin: — Líklega hefur vorið dáið og lifnar aldrei aftur. Upphátt sagði hún það ekki, enda hefði slíkt verið til lítils. í stað þess breiddi hún sig yfir eggin betur en áður, þolinmóð og umhyggjusöm. Bóndi hennar var hnarreistur og lét hvergi bugast. Hann skyldi berj- ast til þrautar, hvað sem á gengi. Einhvern tíma mundi birta í lofti. Það vissi hann upp á sínar átta tær og ótal fjaðrir. IV. Daginn, sem norðanhríðin hætti, var eyðilegt að líta yfir Víðey. Hún var eins og samfelld jökulbreiða. Að því leyti stakk hún raunar ekki í stúf við annað umhverfi, þakið álnardjúpri fönn. En eyjan var hærri, líkt og jökulbunga hefur sig yfir snævi hulin öræfi í kring. Og samt var þessi breðaeyðimörk öðruvísi en aðrir jöklar: í henni bærðist líf. Á víð og dreif mátti sjá varð- fugla, æðarblika hjá eggjamæðrum. sem enn höfðu eigi farið úr hreiðr- um sínum. Aldrei skyldu þær né þeir gefast upp, nema eyjan sykki og himinninn hryndi — ekki fremur en jarðeldurinn, sem lætur ekki jökulinn slökkva sig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.