Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 88
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og bjóst að gera henni viðvart, ef
hættu bar að höndum. Svo var þó
eigi, meðan á varpinu stóð. Friður
ríkti í eynni. Veðrið hlýnaði með
hverjum degi. Snjórinn seig æ
meira. Blessað vorið sýndist vera
komið fyrir alvöru. Æðunum fjölg-
aði í Víðey með degi hverjum, blik-
arnir hópuðust í kringum hana. Allt
virtist ætla að leika í lyndi.
Vingullinn hóf að slá grænni
slikju á bala og grundir milli hrossa-
nálarbrúska og runna. Á þeim togn-
uðu og þrútnuðu víðikettlingar með
degi hverjum. Ilmur tók að berast
frá þessum vaknandi, dásamlega
gróðri með hlýjum sunnanblæ, for-
boða varanlegs unaðar á komandi
sumri.
III.
Nei, svo stefnufast er vorið sjald-
an, að minnsta kosti var það ekki í
þetta sinn. Laugardagskvöldið í
sjöttu viku sumars birtust óveðurs-
bakkar í hafi og á austurfjöllum.
Vaxandi, óheillavænlegt brimhljóð
barst frá sjónum. Sefja var út með
nesjum. Suðræna undanfarandi
daga var hætt að anda og nístings-
köld hafgola komin í staðinn. Fossa-
strengirnir, sem vorgyðjan hafði
slegið um stund, voru þagnaðir.
Hins vegar tók nú dapurlega í sér-
staka fossa, sem jafnan boðaði hret.
Það hljóð kom úr norðanátt eða
frá næturheimi. Úrsvalur kaldi
Heljar smaug í gegnum merg og
bein.
Morguninn eftir var komin ofsa-
hríð. Snjónum kingdi niður, eins og
himinninn vildi nú gera að engu
það miskunnarverk, sem hann áður
hafði unnið með því að senda geisla
sólar sinnar niður á helstorkið land.
Átti sýnilega að herða á þeim
fjötrum, sem nýverið hafði losnað
um. Hneppa skyldi aftur í hlekki
það, sem fyrir stuttu var drepið úr
dróma. Þetta skynjuðu bæði menn
og málleysingjar.
Díla var fyrir löngu setzt á og
vék sjaldan úr hreiðrinu. Ef svo
bar við, að hún skryppi niður á
álinn að fá sér bað eða bita í munn,
fylgdi Birtingur henni. Þegar ótíðin
byrjaði, hætti kollan alveg að fara
af eggjunum, en sat stöðugt á, svo
að þau yrðu síður fúl af völdum
frosts og fannar. Eftir að snjórinn
óx og umkringdi hreiðrið, settist
blikinn norðan við það og vék ekki
frá því. Hann sat áveðra við konu
sína og varnaði mjöllinni að skefla
yfir hana. Þetta tókst honum með
því að krafsa og sópa snjónum frá
henni jafnóðum og að fauk. Þannig
forðaði hann konu og börnum frá
því að fenna í kaf. Nú kom að góðu
haldi, að hreiðrið þeirra var hærra
sett en öll önnur hreiður í Víðey.
— Ég fer ekki framar af þessum
eggjum, á meðan þau eru kyrr í
hreiðrinu, sagði Díla.
— Og ég skal aldrei hverfa frá
þér, á meðan þessi snjór er við lýði,
anzaði Birtingur.
Þetta efndu þau bæði. Aldrei hef-
ur nokkur fugl sýnt meiri ræktar-
semi en hún eggjum sínum við að
klekja þeim, og enginn maki hefur
nokkru sinni verið konu sinni meiri
bjargvættur en þessi bliki.
Fuglar mundu ekki jafnhart hret
og þetta. Velflest hreiður í Víðey
fennti algerlega í kaf, og kollurnar
urðu að yfirgefa þau. Geta má nærri,
að þeim hafi ekki verið það sárs-
aukalaust. En bæði var, að hreiðrin
voru misvel sett gagnvart fann-