Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 73
FRÁ ALDA ÖÐLI
53
villuráfandi höfuðsóttarsauð? Þegar
allar skepnur leggjast til hvíldar
t,yær og tvær með afkvæmi sín,
jortrandi, kjamsandi og smjattandi
af ánægju, legst ég út af í einhverju
moldarskotinu, aleinn og yfirgefinn
°g gnísti tönnum yfir einveru minni
°g einstæðingsskap, þar til loks
undir aftureldinguna, að svefninn
lokar mínum sáru hvörmum, en
fil þess aðeins að vera vakinn strax
af argi nývaknaðra villidýra, sem
búin eru að sofa út og rísa á fætur
m°ti upprisu sólarinnar, gargandi
af ánægju og lífsgleði“.
>,Þetta eru þungar ásakanir,
Adam, á herra þinn og skapara, en
verða líklega ekki þær seinustu,
sem ég fæ frá þínu tvífætta kyni.
ég sé nú, að því verður ekki
lengur frestað, sem fram á að koma.
mikið skal til mikils vinna, því
f meðhjálp þína er bezt að þú leggir
úl efnið sjálfur, svo að þú vitir úr
hverju hún verður búin til“.
»Eg!“ æpti Adam með spurning-
armerki fyrir framan og aftan.
»Hvað á ég til nema kroppinn minn,
þott ég eigni mér alt, sem ég sé —•
°g jafnvel þig?“
»Ætli það verði ekki líka bezta
anið fyrst hún á að vera eins og
Pu- spurði skaparinn brosandi.
»Híi-nei!“ hrópaði Adam. „Það
§etur drepið mig!“
»Ekki þótt eitt rif sé tekið“.
,Æi — ég má ekki missa það!“
v°laði hann.
®n skaparinn eyddi ekki fleiri
?r Um við hann, en sagði byrstur,
Pungum rómi:
»Sofnaðu Adam!“
*^g á sama augnabliki valt hann
af steinsofandi.
Þegar Adam langa-löngu seinna
vaknaði aftur, var hann í faðmlög-
um við konuna, sem var harðla
fögur og ekkert hrædd við hann.
Skaparinn sást hvergi, en Adam
var honum sannarlega þakklátur.
En hann skildi ekkert í því, hvað
hann gat verið brattur og spriklandi
fjörugur eftir að hafa mist rifið. Og
honum þótti það einxennlega dá-
samlegt, að hvergi sáust merki til
þess, að það hefði verið tekið í burtu
hvernig sem hann þuklaði sig. En
svo gleymdi hann þessu í tilhuga-
lífinu og síðar í önnum daganna,
eftir að börnin fóru að koma.
Það var ekki fyrr en hundruðum
árum seinna, að hann mundi eftir
því, að hann hafði aldrei talið rifin
og nú væri kominn tími til þess, að
vera viss í sinni sök, því hann hafði
alt af haft einhvern óljósan, en illan
grun um, að Eva væri ekki hold af
hans holdi. Svo hann tók sig til og
lagðist upp í loft og þuklaði með
mikilli nákvæmni hægri síðuna með
hægri hendi og þá vinstri með þeirri
vinstri, og taldi og reiknaði langar
stundir. Og sjá! Þau voru jafnmörg
báðum megin. Þá varð Adam hrygg-
ur og gruflandi, því honum fanst að
grunnurinn undir sinni miklu for-
föðurs tign væri að hrapa.
Þegar þetta skeði, var hann fyrir
langa-löngu fluttur úr Paradís en
bjó samt í góðu landi. í einum feg-
ursta hluta þess lands og langt það-
an sem Adam bjó, höfðu drengir
hans á landkönnunarferðum sínum
rekist á fólk, sem þeir sögðu að
líktist sér og móður sinni, en þó
fegurra og tígulegra og miklu eldra
en þeir.
Um þetta fólk vildi Eva aldrei