Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 106
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þá ástfólgnara í „útlegðinni“, eins
og þeir kölluðu hérvistina, heldur en
hún hafði verið heima. „Enginn veit
hvað átt hefir fyr en mist hefir“
sannast þar.
Það væri annars fróðleg bók og
merkileg, sem skýrði frá upphafi og
tilveru allra merkustu orðtækja
og þýðingu þeirra í íslenzkri tungu.
í kjölfar slíkrar bókar ætti önnur
bók að koma; það er bók með: Forn-
mannavísum, ljóðabréfum, tíðavís-
um og bæjarrímum.
III.
Önnur kynslóðin
Fyrsta kynslóðin naut sín nokk-
urn veginn hér vestra á sinni eigin
tungu, en alls ekki á aðalmáli þess
lands, er hún hafði ákveðið sem
framtíðar bústað sinn.
Næsta eða önnur kynslóðin var
þó enn þá ver á vegi stödd í þessu
tilliti. Hún var að vísu farin að
komast dálítið niður í enskunni, en
hún blandaði henni saman við ís-
lenzkuna; varð sú málablöndun
stundum lítt skiljanleg, en stundum
svo hlægileg, að engu tali tók. Sú
kynslóð var því í enn þá meiri vand-
ræðum en sú fyrsta: Hún kunni
hvorugt málið til hlítar og var stödd
í eilífum eldi vegna þess að hún
vissi það oft ekki, hvort hún var að
tala vit eða óvit. Það mál, sem þá
var talað, var oft hvorki enska né
íslenzka, og gárungarnir kölluðu
það „Vesturheimsku11.
Enskan hafði farið hér vestra með
íslenzkuna eins og danskan hafði
um eitt skeið farið með hana heima
á íslandi, þegar sumum fanst það
engin vanvirða að „dependera“ af
þeim dönsku. Nokkrar tilraunir hafa
verið gerðar til þess að bjarga mál-
inu frá misþyrmingu; sumir hafa
gert það í alvarlegum áminningum,
en aðrir í háði, og er erfitt að segja
hvor aðferðin hefir heppnast betur;
þær hafa sjálfsagt báðar borið
nokkurn árangur. Þessar varnar til-
raunir hafa ýmist verið reyndar í
ræðu, riti eða ljóði. Man ég eftir
fjórum mönnum sérstaklega, sem
tilraunir gerðu með skop aðferðinni.
Sá fyrsti þeirra var Jón Ólafsson;
hefi ég heyrt eftirfarandi vísu eign-
aða honum:
„Söngflokkur af sóma fólki saman
stendur,
en engin maður undirstendur
af hverju hann sundurstendur“.
Sigfús Benedictson orti talsvert
af vísum í sama anda og sama til-
gangi. Þessa vísu hefi ég heyrt
eignaða honum:
„Það er meinið þegar treinið kemur,
undirstendur ekki ég
æslander frá Winnipeg“.
í óbundnu máli skrifaði Þ. Þ. Þ.
hlægilegt samtal í tímaritinu
„Sögu“, þar sem stúlka, sem lært
hefir hrafl í ensku talar við bróður
sinn nýkominn að heiman; er það
næsta hlægilegt samtal.
Þá er þess að geta að Hallur
Magnússon stofnaði blað, sem alt
var ritað á þessu blandaða máli.
Blaðið hét „Fonnið“, var það gefið
út að Lundar og fjölritað af Bryn-
jólfi Þorlákssyni söngkennara. Þá
minnist ég afar skemtilegrar ræðu.
sem Hjálmar Bergman dómari
flutti um þetta efni. Var lengi (og
er enn) vitnað í þá ræðu. Ein