Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 106

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 106
86 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þá ástfólgnara í „útlegðinni“, eins og þeir kölluðu hérvistina, heldur en hún hafði verið heima. „Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir“ sannast þar. Það væri annars fróðleg bók og merkileg, sem skýrði frá upphafi og tilveru allra merkustu orðtækja og þýðingu þeirra í íslenzkri tungu. í kjölfar slíkrar bókar ætti önnur bók að koma; það er bók með: Forn- mannavísum, ljóðabréfum, tíðavís- um og bæjarrímum. III. Önnur kynslóðin Fyrsta kynslóðin naut sín nokk- urn veginn hér vestra á sinni eigin tungu, en alls ekki á aðalmáli þess lands, er hún hafði ákveðið sem framtíðar bústað sinn. Næsta eða önnur kynslóðin var þó enn þá ver á vegi stödd í þessu tilliti. Hún var að vísu farin að komast dálítið niður í enskunni, en hún blandaði henni saman við ís- lenzkuna; varð sú málablöndun stundum lítt skiljanleg, en stundum svo hlægileg, að engu tali tók. Sú kynslóð var því í enn þá meiri vand- ræðum en sú fyrsta: Hún kunni hvorugt málið til hlítar og var stödd í eilífum eldi vegna þess að hún vissi það oft ekki, hvort hún var að tala vit eða óvit. Það mál, sem þá var talað, var oft hvorki enska né íslenzka, og gárungarnir kölluðu það „Vesturheimsku11. Enskan hafði farið hér vestra með íslenzkuna eins og danskan hafði um eitt skeið farið með hana heima á íslandi, þegar sumum fanst það engin vanvirða að „dependera“ af þeim dönsku. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að bjarga mál- inu frá misþyrmingu; sumir hafa gert það í alvarlegum áminningum, en aðrir í háði, og er erfitt að segja hvor aðferðin hefir heppnast betur; þær hafa sjálfsagt báðar borið nokkurn árangur. Þessar varnar til- raunir hafa ýmist verið reyndar í ræðu, riti eða ljóði. Man ég eftir fjórum mönnum sérstaklega, sem tilraunir gerðu með skop aðferðinni. Sá fyrsti þeirra var Jón Ólafsson; hefi ég heyrt eftirfarandi vísu eign- aða honum: „Söngflokkur af sóma fólki saman stendur, en engin maður undirstendur af hverju hann sundurstendur“. Sigfús Benedictson orti talsvert af vísum í sama anda og sama til- gangi. Þessa vísu hefi ég heyrt eignaða honum: „Það er meinið þegar treinið kemur, undirstendur ekki ég æslander frá Winnipeg“. í óbundnu máli skrifaði Þ. Þ. Þ. hlægilegt samtal í tímaritinu „Sögu“, þar sem stúlka, sem lært hefir hrafl í ensku talar við bróður sinn nýkominn að heiman; er það næsta hlægilegt samtal. Þá er þess að geta að Hallur Magnússon stofnaði blað, sem alt var ritað á þessu blandaða máli. Blaðið hét „Fonnið“, var það gefið út að Lundar og fjölritað af Bryn- jólfi Þorlákssyni söngkennara. Þá minnist ég afar skemtilegrar ræðu. sem Hjálmar Bergman dómari flutti um þetta efni. Var lengi (og er enn) vitnað í þá ræðu. Ein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.