Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 123
ÞINGTÍÐINDI
75 ái'a landnámsminning.
Svo ber aS minnast hátíSahaldsins sem
stjórnarnefnd félagsins stóS fyrir I haust,
12. október, er haldiS var upp á 75 ára
afmæli landnámsins hér í Manitoba og
komu fyrstu Islendinga til Winnipeg í
októbermánuSi áriS 1875. Einnig ber aS
minnast hátiSahaldsins 7. ágúst á Gimli
I sama tilgangi, undir forustu og leiS-
beiningu forseta íslendingadagsnefndar-
ar, séra Valdimars J. Eylands. Þar voru
líka ágsetir gestir komnir til aS heiSra
minningu landnemanna og landnámsins á
viSeigandi hátt, eins og t. d. Pálmi Hann-
esson, rektor Mentaskólans í Reykjavík,
°g ekki er annaS hægt aS segja en aS
Þa'Ö hátíSahald, sem bygSirnar allar í
Nýja-íslandi áttu þátt i, var eitt af hin-
um bestu sem haldiS hefir veriS á Gimli,
og á forstöSunefndin þakkir fyrir.
Á samkomunni í Winnipeg, sem ÞjóS-
ræknisfélagiö hélt, höfSu menn þá ánægju
og heiSur aS hlusta á annan góSan og kær-
kominn gest, Hannes Kjartansson, aSal-
ræSismann íslands í New York. Hann
flutti Islendingum hér vestra kveSjur og
árnaSaróskir heimaþjóSarinnar og las upp
skeyti frá forseta íslands, Sveini Björns-
syni.
ÞjóSræknisnefndin hélt heiSursgestinum
°g frú hans samsæti, til aS fagna þeim
°g þakka þeim komuna. Allir voru hiS
hæsta ánægSir meS minningarathöfnina og
Sesti okkar báSa. Enda var skemtiskráin
góS og ræöurnar sem fluttar voru af J. J.
Biidfell og Wilhelm Kristjánssyni hinar
ágætustu.
Gestir.
Þeir gestir, sem hér hafa nú veriS
uefndir, voru aSeins fáeinir af mörgum,
sem heimsóttu okkur á árinu. Sjaldan höf-
uni viS tekiS á móti jafn mörgum mikils-
uietnum gestum á jafn stuttu timabili, og
Þetta ár. Og hér sést hve mikla þýSingu
á Þessu sviSi einu ÞjóSræknisfélagiS hefir.
ÞaS er aS nokkru leyti móttökunefnd
gesta sem hingaS ber aS, hvort sem er
f*á íslandi eSa annars staSar. Og án fé-
lagsins er ekki auSvelt aS vita hverjir eSa
hvaöa félag annaS gæti gert þaS á eins
göSan eSa viSeigandi hátt. Mér er sagt
a5 ÞjóSræknisfélagiS á íslandi hafi veriS
stofnaS til þess aS vinna samskonar starf
þar og getum viS taliS okkur þaS mikinn
heiSur aS hafa veriS fyrirmyndin I þvl
tnáli.
Gestakoman hingaS byrjaSi meS þing-
'nu fyrir ári slSan, er þinggestur okkar
var Gunnar Pálsson, söngvari, frá New
York. Svo liSu nokkrir mánuöir þar til
Pálmi Hannesson, rektor Mentaskólans I
Reykjavík, kom til Winnipeg til aS hitta
Islendinga hér og kynnast þeim, og tala
á íslendingadeginum á Gimli. Nefndin
efndi til samsætis fyrir hann og gladdi
þaS okkur aS geta gert þaS.
Næst kom mikilsmetinn mentafrömuS-
ur til Winnipeg, á fund forseta Manitoba-
háskóla til aö ræSa nokkur mál I sam-
bandi viS hinn fyrirhugaSa kenslustól I
íslenskum fræSum, Dr. Alexander Jó-
hannesson, forseti Háskóla Islands. ÞjóS-
ræknisnefndin efndi til almenns samsætis
á Royal Alexandra Hotel, I heiSursskyni
viS hann og þar veittist íslendingum sá
heiSur og ánægja aS hlusta á forsetann,
sem er einn af hinum fremstu I þekkingu
á tilveru og myndun nútíma tungumála.
Næst á f e r S voru aSalræSismaSur
Hannes Kjartansson og frú, sem ég hefi
áSur minst. Og einum mánuSi seinna kom
hingaS maSur I heimsókn til skyldfólks
síns en sem ÞjóSræknisfélagiö, tímaleysis
vegna, tók ekki á möti, þó viö hjónin
hefSum þá ánægju af aS bjóöa honum
heim til okkar, og mér gafst tækifæri til
aS endurnýja gamlan kunningsskap. Þessi
maSur var Einar Sæmundsson, aSstoSar
skógræktarstjóri á Islandi. Hann er bróö-
ursonur Mrs. SigríSar Arnason, ekkju
séra GuSmundar heitins Árnasonar. Hann
var á leiS heim aftur úr ferS til Alaska,
þar sem hann safnaSi fræi af ýmsum trjá-
tegundum til gróSursetningar á íslandi.
Næsti gestur hér á ferS var Páll Kolka
læknir frá Blönduósi, sem flest öllum
hefir gefist tækifæri aS hitta og kynnast.
Og geri ég grein fyrir komu hans, ferSum
og dvöl hér undir öSrum liS.
Og siSastur á ferS hér var góSur og vin-
sæll maSur, sem heimsótti okkur fyrir sjo
árum, er haldiS var upp á 25 ára afmæli
félagsins, sem fulltrúi Islands-stjórnar,
séra Sigurgeir SigurSsson, biskup yfir Is-
landi. ÞaS er varla þörf á aS minnast hve
öllum þótti vænt um komu hans nú aftur,
og fögnuSu honum er hingaS var komiS,
og ekki slst vegna þess aS frú GuSrún
kona hans var meS I förinni. Eins og
menn muna, messaSi biskupinn I báSum
kirkjum á jólunum, og gladdi fólk hér
vestra meS nærveru sinni á þeim tlma.
Þau hjónin stóSu ekki viS nema aSeins
eina viku, og hurfu svo suSur til Banda-
ríkjanna, þar sem þau voru um tíma gest-
ir Árna Helgasonar, hins gðökunna at-
orkumanns og ferSuÖust meö honum suS-