Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 115
FRAMTÍÐAR BÓKMENTIR ÍSL. í VESTURHEIMI
95
vænta áframhaldandi og vaxandi
vorgróðurs í akri vestrænna bók-
rcænta af íslenzkum uppruna.
X.
Varist vanskapninginn
Eins og það er áríðandi að þeir,
sem bókmentir dæma, gæti þess að
viðhafa sanngirni og óhlutdrægni í
dómum sínum, eins ber hinum ungu
höfundum að flytja það eitt inn í
hinn enskumælandi bókmentaheim,
sem auki álit íslendinga: sem göfgi,
bæti og hefji þær allsherjar bók-
^tentir, sem nú eru í sköpun hjá
hinni margþættu vestrænu þjóð.
Ungu skáldin þurfa að forðast
þær villigötur, sem leiða út á eyði-
^törk rímlausrar ljóðagerðar. Ensku-
mælandi ljóðasmiðir allmargir hafa
tekið upp þá ógæfu að yrkja rím-
laus ljóð. Og jafnvel fáeinir íslend-
ingar hafa stundum fetað í fótspor
þeirra. Þess konar skáldskapur læt-
Ur illa í eyrum í ensku máli, en þó
eun þá ver í íslenzku, vegna stuðl-
anna og höfuðstafanna, sem ekki er
feafist í enskunni, en íslenzkan
heirntar afdráttarlaust.
Ritstjóri „Eimreiðarinnar“ kemst
Vel að orði, þar sem hann segir að
stuðlar og höfuðstafir í íslenzkri
ióðagerð séu eins nauðsynlegir og
»patína“ og „kaleikur“ við altaris-
göngu.
Það er vonandi að okkar ungu
s áld villist aldrei inn í þann
»skóla“. Rímlaus ljóðagerð er rétt-
nefnd vanskapningur eða skrímsli.
ngu skáldin, sem hér eru nefnd,
v^a 811 haldið sér vel og stöðugt
1 rettar reglur ríms og búnings,
°g er það vel farið.
Eg mætti skjóta því hér inn, að
ég hefi- heyrt um það deilt, hvort
það væri meðsköpuð og fastákveðin
einkenni íslenzkunnar frá upphafi
að hún yrði að krefjast stuðla og
höfuðstafa — að eðli málsins heimti
það; eða hvort það væri af því að
íslenzkt ljóðeyra væri orðið því svo
vant öld eftir öld, að krafan kæmi
þaðan. En hvað sem um það er:
hvort sem sú krafa kemur frá eðli
málsins eða frá margra alda venju,
þá er það víst að nú heyrir það
málinu til, alveg eins og hjartað
heyrir til líkama mannsins og hann
getur ekki án þess lifað.
XI.
Kynslóðaskifting
Þegar Vestur-íslendingum er skift
í þrjár kynslóðir, eins og leitast hef-
ir verið við að gera hér, þá gefur
það að skilja, að ekki verður farið
eftir beinum línum, hvort sem um
er að ræða bókmentalega skiftingu
eða einhverja aðra: Yfir höfuð að
tala var fyrstu kynslóðinni ómögu-
legt að yrkja á ensku, og yfir höfuð
getur þriðja kynslóðin alls ekki ort
á íslenzku.
Samt sem áður sköpuðust kring-
umstæður þannig fyrir fáeinum
fyrstu og annarar kynslóðar ein-
staklingum að þeir ortu lýtalaust á
ensku — og sumir ágætlega. Birti
ég hér sýnishorn af ljóðum tveggja
annarar kynslóðar skálda, sem þeir
ortu á ensku, en ég hefi þýtt á ís-
lenzku. Skáldin eru þeir Vilhjálmur
Stefánsson og Christopher John-
ston. Christopher orti fjölda af
fögrum kvæðum, og voru mörg
þeirra birt í hinu ágæta blaði
„Minneota Mascot“ og fleiri blöð-
um eystra.