Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 62
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ég þó að hún væri allrar íhugunar
verð fyrir austfirzku sögurnar.
Þegar sögum Sigurðar Kristjáns-
sonar og Hins íslenzka fornritafélags
sleppir, má segja að hin nýja stríðs-
bókaútgáfa taki við.
Það var að vonum, að bækur, er
um langan tíma höfðu verið upp-
seldar og ófáanlegar, yrðu fyrst fyr-
ir vali til prentunar. Svo var um
Fornaldarsögur Norðurlanda, fyrst
gefnar út af C. C. Rafn í Khöfn
1829—’30 og löngu síðar af Valde-
mar Ásmundssyni 1885—’89. Nýja
útgáfan, var, eins og þær eldri, í
þrem bindum: I., 1943, II.—III. 1944.
Textarnir í þessari nýju útgáfu
voru prentaðir eftir útgáfu Rafns,
nema þar sem völ var á nýjum út-
gáfum betri. Vísurnar voru lesnar
saman við útgáfu Finns Jónssonar
(Skjaldedigtning A) og stafsetning
samræmd á venjulegan hátt. í þriðja
bindi eru nokkrar sögur fram yfir
það, sem Rafn hafði: Ingvars saga
víðförla. Þorsteins þáttr bæjar-
magns, Helga þáttr Þórissonar og
Tóka þáítr Tókasonar. Guðni Jóns-
son samdi inngang að öllu safninu,
góða og ljósa greinargerð um forn-
aldarsögurnar, loks gerði hann og
stuttlega grein fyrir hverri sögu í
safninu. Þeir Guðni og Bjarni Vil-
hjálmsson sáu báðir um prentun
textanna, en Kristján Eldjárn, forn-
fræðingur, valdi myndirnar og skrif-
aði lýsingar á þeim framan við
hvert bindi. Er mikill fengur að
hvorutveggja, og sömuleiðis að
skrá þeirri um atriðisorð (realia) er
fylgir síðasta bindinu. En nafnaskrá
vantar. Bækurnar voru gefnar út
af Bókaútgáfunni Forni, Reykjavík.
Önnur bók, er ófáanleg hafði ver-
ið tvo þrjá mannsaldra, var Flai-
eyjarbók, prentuð aðeins einu sinni
áður af þeim félögum Guðbrandi
Vigfússyni og C. R. Unger 1859—’68.
Nýja útgáfan var prentuð af Flat-
eyjarútgáfunni, Akranesi 1944—1945
í fjórum bindum. Þessi önnur út-
gáfa var prentuð eftir hinni fyrstu,
með samræmdri stafsetning, nema
hvað stafsetning vísnanna var látin
halda sér. Þar sem vafi lék á ein-
hverju gátu útgefendur borið hina
prentuðu útgáfu saman við ljós-
mynd þá af handritinu, er Munks-
gaard hafði gera látið og prentað
1930 (Corpus Codicum Islandicorum
Medii Ævi I). Um hina nýju útgáfu
sáu þeir Vilhjálmur Bjarnar og
Finnbogi Guðmundsson, tveir ungir
norrænufræðingar. Sigurður Nordal
reit inngang að hverju bindi fyrir
sig Hann hafði borið Orkneyinga-
sögu í gömlu útgáfunni saman við
handritið og komizt að raun um, að
hún var býsna nákvæm. Athuga-
semdir Nordals um uppruna og sögu
Flaieyjarbókar, um eigandann og
fjölskyldu hans, um ritarana tvo
o. fl. eru mjög markverðar. Þar sem
hin fyrsta útgáfa Flateyjarbókar er
nú svo sjaldgæf orðin, var það mikil
bót fræðimönnum og bókasöfnum
að fá hana gefna út á ný. Þessa nýju
útgáfu, þótt alþýðleg sé, má nota
til allra hluta nema rannsókna á
hljóðfræði og stafsetningu til þess
verða menn að fara í hið ljósprent-
aða handrit.
í desember 1941 gaf Halldór
Kiljan Laxness út Laxdælasögu á
kostnað Ragnars Jónssonar. Útgáfa
þessi var ætluð almenningi til gam-
ans og uppbyggingar. Laxness þótt-
ist hafa tekið eftir því að hin forna
samræmda stafsetning væri mörg-
um almúgamanni þröskuldur í vegi