Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 95
ÁÐUR ÓPRENTUÐ BRÉF
75
ara sagt Heines, svo ég vissi að þú
gatzt þýtt, án þess að drepa eldinn
eins og oft er gjört. Sem sé, þær
þýðingar af ljóðum, sem mér þykja
góðar, eru flestar stælingar, en
ekki „útleggingar“, en svo vel
gerðar, að þær jafngilda því frum-
kveðna. Mér nægir að stjörnurnar
bliki með sama ljómanum, þó blær-
inn sjáist rauðari eða ljósari. Mér
stendur stuggur af þeim gálgum,
bnr sem skáldskapurinn hangir
hengdur í orðabókar-ólinni. En svo
er ég nú einskonar samsafn af als-
konar villukenningum, að ég held,
svo mína dóma er minst að marka,
fyrir aðra en mig. Svo þú mátt taka
þetta sem spaug, góða mín.
Ég man vel eftir ykkur, húsinu
þínu, þér og alúðinni. Ég komst
heim með blómstrin sem þú last
nier, utan úr litla garðinum þinum,
atti þau um stund. Nú eru þau
lÖngu týnd. Ég segi það ekki í því
skyni að gera þér gælur, en mér
þykir vænt um hitt, ef einhver
hending eftir mig, hefir stytt þeim
stund, sem íslenzk ljóð lesa, finst að
þú hafi þó ekki alt verið til ónýtis
gert og óþarfa.
Berðu bónda þínum kveðju mína
°g þökk fyrir síðast og öllum löndum
*nínum í Seattle sem tóku mér svo
Vet „um árið“ og þú nær til, og vertu
svo sæl.
Vinsamlega
Stephan G. Stephansson
Markerville, Alta., Can. 28/4 '24
Vinkona góð: — Ég kem til að
þakka þér fyrir þýðingar þínar og
ofið um mig, eftir þig í „Scand-
mavia“, hvort sem ég á það eða
e ki! Segi samt eins og húsgang-
arnir heima, þegar þeim var borinn
einhver beini, sem þeir höfðu tæp-
ast unnið til: „gott er allt gefins!“
Það var bæði velviljað hjá þér, og
vel af hendi leyst.
Ég held að þarna hafi komið fram
STEPHAN G. STEPHANSSON
sönnun á einni „kreddu“ minni,
sem ég hef oft haldið fram í sam-
tali, en hún var sú — að það yrði
sífelt kvenmaður til þess, að skilja
bezt og hlynna hlýlegast, að störf-
um okkar karlmanna, þeim sem
einhvers virði reyndust, ekki sízt á
sviði íþróttanna. Við karlar værum
ætíð verri fóstrur, svona yfirleitt.
Þetta lægir okkur í kyninu. En svo
bregðast manni allar fullyrðingar
við og við, en þykir þeim mun
vænna um, þegar maður getur sagt
með drýgindum: „Á, kom það ekki