Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 45
HVALREKI
25
sér, og láta fólk vera á fótum nótt
°g dag, bara af því að Hjörvarður,
garmurinn, hefir ekki látið sjá sig í
nokkra daga. Hver sosum ætti að
sakna hans, sem álitinn var ómerki-
legur utanveltubesefi? Maður mætti
sstla, að bæarstjórinn yrði guðslif-
andi feginn, að vera laus við hann.
Rósa — Er ég ekki búin að segja
Pér, að leitin kemur Hjörvarði ekk-
ert við? Það er kristileg skylda
niannfélagsins að leggja alt 1 söl-
nrnar fyrir mann, sem tapast hefir.
Og kristileg skylda fer ekki í mann-
greinarálit.
Subba — En ekki kristileg skylda,
líta eftir einstæðing, þó hann sé
að lognast útaf, úr flúnni eða hvað
það nú er.
Rósa — Ekki lagalega kristileg
s ylda. Alt þess háttar heyrir líkn-
arstarfsemi til.
Subba — Æ, svei attan.
Bssarsíjórinn — (Kemur). Hrað-
a u þér, gamla kona. Það ætti ekki
a ^aka þig hálfa nótt og heilan dag,
a koma einni stofu í lag.
Rósa — Nokkuð nýtt að frétta af
leitinni?
■Saearsí. — Jú, heldur það. Leitar-
^önnum fjölgar jafnt og þétt. Ekki
a eins okkar mönnum, heldur safn-
ast að lögregla og slökkvilið frá nær-
^Sgjandi bæum. Jafnvel dátar frá
ersefingastöð fimmtíu mílur héð-
an. 0g þú veizt um helikoptana og
rettamenn sem komnir eru. Tveir
þeirra bíða hér í forstofunni.
Rósa — Dátar, helikoptar og
rettamenn! Þú verður frægur fyrir
þessa leit.
Subba — Helikoppar, helikoppar.
8 sitt er nú hvað.
Bæarst. — Hvað muldrar þú,
gamla kona? Hugsaðu um að ljúka
verkum hér, svo ég geti kallað
fréttamennina inn.
Subba — Ó, sei, sei, já. Sitt er nú
hvað.
Rósa — En því fylgjast þeir ekki
með leitarmönnunum? Ég hélt þeir
kysu að vera þar, sem eitthvað ger-
ist, heldur en sitja inní húsi.
Bæarst. — Þar verða aðrir blaða-
menn. Þessum tveimur, sem hér eru,
er mjög áfram um, að fá sérstakar
upplýsingar um bæarráðið og sér í
lagi bæarstjórann í Bæarbæ. Því er
sjálfsagt að láta fara vel um þá.
Fréttirnar flytur þeim gönguþulur-
inn, og hér hafa þeir símann við
hendina og geta haft stöðugt sam-
band við blöð sín.
Rósa — Náttúrlega spyrja þeir
þig spjörunum úr um hverskonar
persóna Hjörvarður er.
Bæarst. — Því miður gefst mér
ekki tækifæri, til að svara spurn-
ingum þeirra. Svo ætti það miður
vel við, að ég lýsti sjálfur fyrir þeim
framtakssemi minni og mannskap.
Enda verð ég fremstur í flokki
leitarmanna, því skyldan býður, að
ég sé þar á varðbergi, sem líf eða
jafnvel lík eins bæarbúa liggur við.
Rósa — Og hvert eiga þá herr-
arnir að sækja upplýsingar um
bæarstjórann og bæarráðið í Bæar-
bæ?
Bæarst. — Til þín, auðvitað.
Rósa — Til mín! — Ég. — Og svo
skyldu þeir spyrja mig um Hjör-
varð, og hnýsast eftir viðskiftum
ykkar.
Bæarst. — Ég átti aldrei nein við-
skifti við Hjörvarð.