Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 78
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þig í aldingarðinum, því mér var
forvitni að sjá þetta dýr, sem ég
átti að búa saman við og vera með-
hjálp þess. En þegar ég sá þig rigsa
um garðinn alstrípaðan montrokk,
baðandi út öllum öngum, með höf-
uðið aftur á baki af mikilmensku
og hroka, en fyrirlitningarsvip fyrir
öllum og öllu nema þér sjálfum, þá
hugsaði ég með mér: Það verður ó-
mögulegt að búa með þessum of-
látungi nema hann haldi að ég sé
partur af sér, og þá datt mér rifið
í hug og raunar fleira, en Skapar-
inn sagði að rifið mundi reynast
bezt, því þú værir ekki svo gáfaður,
að þú færir að telja þau, sem þú
heldur hefðir aldrei gert, ef ég
hefði ekki gefið þér eplið, og varstu
þó skrambi lengi að komast að því
sanna. En nú hefir þú með tröllskap
þínum togað upp úr mér þau leynd-
armál, sem ég ein . átti að geyma,
og ef þú segir nokkrum frá þeim,
þá verð ég bölvunarleg, og þú auð-
vitað líka“.
„O ætli ég þegi ekki eins og ég
er vanur“, sagði Adam glyðrulegur,
sem nú var aftur farinn að setja
sig í herðarnar og baða út hand-
leggjunum eins og í gamla daga.
„En úr hverju varstu búin til, Eva,
fyrst rifið er bara skröksaga?“
spurði hann þrjóskulega og hleypti
brúnum, því leirhauss nafnið og
fleira af líku tagi og ekki betra, stóð
honum fyrir hugskotssjónum eins
og fjallhár fjóshaugur. En Eva var
enn þá í svimandi sælu endurminn-
inganna og leit til Adams eins og
hún horfði á handónýtan reka-
drumb, sem þó mætti má ske með
lægni höggva niður í smælki undir
ketilinn. En hún hafði samt heyrt
spurningu hans og svaraði honum
eftir stundarkorn:
„Það veit ég ekki fyrir vist. Ég
spurði Skaparann einu sinni að því,
en hann svaraði einungis: ,Úr því
bezta, sem til er á himni og jörðu‘.
En hann sagði mér óspurt, að hann
ætlaði að búa þig til úr jarðvegin-
um upp og ofan, og að það efni
væri meir en full gott í ekki betri
skepnu en þú yrðir. En ljóssengill-
inn fyrrverandi, eða Lucifer gamli,
sem tók á sig höggormsmyndina,
trúði mér fyrir því, að Skaparinn
hefði sótt efnið í mig í alla stjörnu-
heimana, og yfirheima og undir-
heima, sem gerði mér fært, þar til
ég giftist þér, og féll með þér, Adam,
að breyta mér í allar myndir al-
heimsins og búa með andlegum og
líkamlegum guðum, englum, djöfl-
um og mönnum. Og oft fanst mér
fyrrum, að ég vera alt þetta . . .
„Þú átt ekki að taka mark á þess-
um andskota, Eva“, greip Adam
fram í fyrir henni svo hátt, að það
hvein undir í kotinu, en auðheyrt,
að hann var að ná sér fyllilega aftur.
En Eva hélt áfram, þar sem Adam
truflaði hana:
„En um þig, Adam, sagði Lucifer,
að höfundur alls hefði búið líkama
þinn til úr jarðvegi, þar sem skepn-
urnar höfðu ból sín og voru búnar
að traðka í sundur. Svo hann hefur
ekki verið vel hreinn leirinn, sem
þú varst myndaður úr. Enda hefur
mér oft fundist, að þú hafir verið
gerður úr lélegu efni, og jafnvel
húðin á þér vera miklu hrufóttari,
snarpari og skítsælli en á mér, þótt
vitsmunum þínum sé nú alveg
slept, að ég nú ekki tali um lund-
ina“.