Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 78
58 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þig í aldingarðinum, því mér var forvitni að sjá þetta dýr, sem ég átti að búa saman við og vera með- hjálp þess. En þegar ég sá þig rigsa um garðinn alstrípaðan montrokk, baðandi út öllum öngum, með höf- uðið aftur á baki af mikilmensku og hroka, en fyrirlitningarsvip fyrir öllum og öllu nema þér sjálfum, þá hugsaði ég með mér: Það verður ó- mögulegt að búa með þessum of- látungi nema hann haldi að ég sé partur af sér, og þá datt mér rifið í hug og raunar fleira, en Skapar- inn sagði að rifið mundi reynast bezt, því þú værir ekki svo gáfaður, að þú færir að telja þau, sem þú heldur hefðir aldrei gert, ef ég hefði ekki gefið þér eplið, og varstu þó skrambi lengi að komast að því sanna. En nú hefir þú með tröllskap þínum togað upp úr mér þau leynd- armál, sem ég ein . átti að geyma, og ef þú segir nokkrum frá þeim, þá verð ég bölvunarleg, og þú auð- vitað líka“. „O ætli ég þegi ekki eins og ég er vanur“, sagði Adam glyðrulegur, sem nú var aftur farinn að setja sig í herðarnar og baða út hand- leggjunum eins og í gamla daga. „En úr hverju varstu búin til, Eva, fyrst rifið er bara skröksaga?“ spurði hann þrjóskulega og hleypti brúnum, því leirhauss nafnið og fleira af líku tagi og ekki betra, stóð honum fyrir hugskotssjónum eins og fjallhár fjóshaugur. En Eva var enn þá í svimandi sælu endurminn- inganna og leit til Adams eins og hún horfði á handónýtan reka- drumb, sem þó mætti má ske með lægni höggva niður í smælki undir ketilinn. En hún hafði samt heyrt spurningu hans og svaraði honum eftir stundarkorn: „Það veit ég ekki fyrir vist. Ég spurði Skaparann einu sinni að því, en hann svaraði einungis: ,Úr því bezta, sem til er á himni og jörðu‘. En hann sagði mér óspurt, að hann ætlaði að búa þig til úr jarðvegin- um upp og ofan, og að það efni væri meir en full gott í ekki betri skepnu en þú yrðir. En ljóssengill- inn fyrrverandi, eða Lucifer gamli, sem tók á sig höggormsmyndina, trúði mér fyrir því, að Skaparinn hefði sótt efnið í mig í alla stjörnu- heimana, og yfirheima og undir- heima, sem gerði mér fært, þar til ég giftist þér, og féll með þér, Adam, að breyta mér í allar myndir al- heimsins og búa með andlegum og líkamlegum guðum, englum, djöfl- um og mönnum. Og oft fanst mér fyrrum, að ég vera alt þetta . . . „Þú átt ekki að taka mark á þess- um andskota, Eva“, greip Adam fram í fyrir henni svo hátt, að það hvein undir í kotinu, en auðheyrt, að hann var að ná sér fyllilega aftur. En Eva hélt áfram, þar sem Adam truflaði hana: „En um þig, Adam, sagði Lucifer, að höfundur alls hefði búið líkama þinn til úr jarðvegi, þar sem skepn- urnar höfðu ból sín og voru búnar að traðka í sundur. Svo hann hefur ekki verið vel hreinn leirinn, sem þú varst myndaður úr. Enda hefur mér oft fundist, að þú hafir verið gerður úr lélegu efni, og jafnvel húðin á þér vera miklu hrufóttari, snarpari og skítsælli en á mér, þótt vitsmunum þínum sé nú alveg slept, að ég nú ekki tali um lund- ina“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.