Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 34
14
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hve endurminningarnar hjá þér
vakna.
í þessum erindum eru það sýni-
lega hinar gömlu og hugþekku
minningar, sem kynda undir, og
fögnuðurinn yfir nýju vori, en 1
lokaerindunum slær höfundurinn á
strengi þeirrar góðlátlegu en mark-
vissu glettni, sem honum er jafn
eiginleg og tiltæk.
Grandskoði maður, hins vegar,
kvæðið í heild sinni, þá er lýsingin
á borginni í rauninni lítið annað en
umgerðin um hugstæða myndina frá
liðnum dögum, sem strætið, svo
kært skáldinu, kallar fram í huga
hans.
Annars staðar í þessum kvæðum
sínum bregður skáldið upp litarík-
um og heillandi myndum af Reykja-
vík í sumar- og haustklæðum, og af
höfinni með allri sinni ys og þys.
Ágætt dæmi þeirra kvæða hans er
„Við höfnina", og fara þrjú fyrstu
erindin hér á eftir:
Hér heilsast fánar framandi þjóða.
Hér mæla skipin sér mót,
sævarins fákar, sem sæina klufu,
og sigruðu úthafsins rót.
Og höfnin tekur þeim opnum örmum
og örugg vísar þeim leið.
Því skip er gestur á hverri höfn.
Þess heimkynni djúpin breið.
Hér streymir örast í æðum þér
blóðið,
ó, unga, rísandi borg!
Héðan flæðir sá fagnandi hraði,
sem fyllir þín stræti og torg.
Sjá skröltandi vagna og bíla, sem
bruna,
og blásandi skipa mergð.
Tjöruangan, asfalt og sólskin
og iðandi mannaferð.
— Og skipin koma og skipin blása
og skipin fara sinn veg.
Dreymnum augum eftir þeim starir
æskan þegjandaleg.
í huganum fjarlægar hafnir syngja.
Það hvíslar með lokkandi óm:
Rússland, Asía, England, Kína,
Afríka, Spánn og Róm. —
í þessum og öðrum slíkum kvæð-
um sínum hefir skáldið seitt í strengi
sína hjartaslög hinnar vaxandi höf-
uðborgar, sem hafði vafið hann,
sveitadrenginn að hjarta sér, og sem
hann, á sína hlið, varð fyrstur til að
lýsa, og túlka líf hennar, í svipmikl-
um ljóðum og langlífum, og skipaði
henni þá um leið og til langframa
í heiðurssess á bókmentalegu landa-
bréfi þjóðarinnar. Því hefir hann
ekki að ástæðulausu verið kallaður
skáld Reykjavíkur, fyrsta borgar-
skáld landsins; eigi að síður, eins og
glöggt má sjá í öðrum kvæðum
hans, á hann sér djúpar og órjúfan-
legar rætur í átthögum sínum austur
í Grímsnesinu.
Þessi Reykjavíkurkvæði skáldsins
eru með aðlaðandi rómantískum
blæ, en jafn sérkennileg fyrir
græskulausa gamansemi þeirra, því
að Tómasi er það vel að skapi, og
lætur sú list, að horfa á borgarlífið,
og mannlífið í heild sinni, með góð-
látlegum glettnisglampa í augum.
Þetta lýsir sér ágætlega í kvæðinu
„Húsin í bænum“:
Bærinn er skrítinn. Hann er fullur
af húsum.
Hús meðfram öllum götum í röðum
liggja.
Aldraðir byggja og ungir menn
kaupa lóðir
og ætla sér líklega að byggja.