Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 34
14 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hve endurminningarnar hjá þér vakna. í þessum erindum eru það sýni- lega hinar gömlu og hugþekku minningar, sem kynda undir, og fögnuðurinn yfir nýju vori, en 1 lokaerindunum slær höfundurinn á strengi þeirrar góðlátlegu en mark- vissu glettni, sem honum er jafn eiginleg og tiltæk. Grandskoði maður, hins vegar, kvæðið í heild sinni, þá er lýsingin á borginni í rauninni lítið annað en umgerðin um hugstæða myndina frá liðnum dögum, sem strætið, svo kært skáldinu, kallar fram í huga hans. Annars staðar í þessum kvæðum sínum bregður skáldið upp litarík- um og heillandi myndum af Reykja- vík í sumar- og haustklæðum, og af höfinni með allri sinni ys og þys. Ágætt dæmi þeirra kvæða hans er „Við höfnina", og fara þrjú fyrstu erindin hér á eftir: Hér heilsast fánar framandi þjóða. Hér mæla skipin sér mót, sævarins fákar, sem sæina klufu, og sigruðu úthafsins rót. Og höfnin tekur þeim opnum örmum og örugg vísar þeim leið. Því skip er gestur á hverri höfn. Þess heimkynni djúpin breið. Hér streymir örast í æðum þér blóðið, ó, unga, rísandi borg! Héðan flæðir sá fagnandi hraði, sem fyllir þín stræti og torg. Sjá skröltandi vagna og bíla, sem bruna, og blásandi skipa mergð. Tjöruangan, asfalt og sólskin og iðandi mannaferð. — Og skipin koma og skipin blása og skipin fara sinn veg. Dreymnum augum eftir þeim starir æskan þegjandaleg. í huganum fjarlægar hafnir syngja. Það hvíslar með lokkandi óm: Rússland, Asía, England, Kína, Afríka, Spánn og Róm. — í þessum og öðrum slíkum kvæð- um sínum hefir skáldið seitt í strengi sína hjartaslög hinnar vaxandi höf- uðborgar, sem hafði vafið hann, sveitadrenginn að hjarta sér, og sem hann, á sína hlið, varð fyrstur til að lýsa, og túlka líf hennar, í svipmikl- um ljóðum og langlífum, og skipaði henni þá um leið og til langframa í heiðurssess á bókmentalegu landa- bréfi þjóðarinnar. Því hefir hann ekki að ástæðulausu verið kallaður skáld Reykjavíkur, fyrsta borgar- skáld landsins; eigi að síður, eins og glöggt má sjá í öðrum kvæðum hans, á hann sér djúpar og órjúfan- legar rætur í átthögum sínum austur í Grímsnesinu. Þessi Reykjavíkurkvæði skáldsins eru með aðlaðandi rómantískum blæ, en jafn sérkennileg fyrir græskulausa gamansemi þeirra, því að Tómasi er það vel að skapi, og lætur sú list, að horfa á borgarlífið, og mannlífið í heild sinni, með góð- látlegum glettnisglampa í augum. Þetta lýsir sér ágætlega í kvæðinu „Húsin í bænum“: Bærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum. Hús meðfram öllum götum í röðum liggja. Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.