Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 40

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Blaðsíða 40
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Því sjá, hann fléttar einnig örlög þín við örlög bræðra þinna í kvæðin sín. Þar búa allir undir sama þaki. Á sömu strengi er slegið í hinu samfellda og svipmikla kvæði „Haust“, en í því er jafnframt undir- alda djúps trega. Kvæðið „Út vil ég — heim“ lýsir því vel, hve höf- undi hafa, að vonum, gengið til hjarta þung örlög Norðurlandaþjóð- anna á stríðsárunum. Hreimmikið kvæði og hugsun hlaðið er „Dansinn í Hruna“, fléttað markvissri ádeilu að öðrum þræði, en hins vegar lof- söngur um sigurmátt og skapandi mátt mannsandans. í fögru kvæði og þýðu um Jónas Hallgrímsson lýsir Tómas snilldar- lega hlutverki Jónasar og vakningar- starfi í íslenzku þjóðlífi, og óbein- línis um leið menningar- og vakn- ingar-hlutverki skáldanna almennt. Sætir það engri furðu, að maður, sem yrkir svo fagurlega og af jafn miklum skilningi um „Listaskáldið góða“ og tengsli hans við móður- moldina, ber sjálfur í brjósti djúpa ættjarðarást og syngur ættjörðinni fagra lofsöngva og eggjandi til dáða, enda gerir Tómas það á skáldlegan og minnisstæðan hátt, svo sem í „Ávarpi Fjallkonunnar“ (17. júní 1948), þar sem listræn efnismeðferð- in og framsóknarhvötin renna í einn farveg. Svipmest af ættjarðarljóðum Tómasar, og eitthvert stórbrotnasta og snilldarlegasta kvæðið í allri bókinni, er kvæðið „Að Áshildar- mýri“. Það er þannig vaxið um heil- steypta og þróttmikla hugsun, að menn verða að lesa það í heild sinni og íhuga til þess að njóta þess til fulls og meta. Það er faguryrtur og verðugur lofsöngur um „tólf hvers- dagsmenn, sem fordildarlaust stóðu vörð um rétt sinnar þjóðar“, og jafn- framt um alla íslenzka alþýðumenn í liðinni tíð, sem unnu ættjörð sinni fölskvalaust og létu hvorki kúgun né önnur andvíg kjör drepa niður frelsishneigð sína. Þetta skilur skáldið og túlkar til fullnustu: En hvaðan kom þeim sá styrkur, sem stórmenni brást? Hvað stefndi þeim hingað til viðnáms ofbeldi þungu? Oss grunar það jafnvel að orð eins og föðurlandsást hafi æði sjaldan legið þeim mönnum á tungu? En þeim var eðlisbundin sú blóðsins hneigð, er bregzt gegn ofríki og nauðung án hiks og kvíða, og því verður aldrei til samnings við óréttinn sveigð, að samvizkan ein er það vald, sem frjálsir menn hlýða. Prýðisvel ort og rismikil eru einn- ig önnur tækifæriskvæðin í bókinni, en andríkast þeirra og tilþrifamest „Hátíðaljóð á aldarafmæli Presta- skólans“ (2. október 1947). Annars er þessi nýja kvæðabók Tómasar svo auðug að skáldlegri fegurð, mál- snilld og spaklegri hugsun, að ein- stök kvæði og jafnvel einstakar ljóð- línur eru ærið efni heillar ritgerðar. En einhvers staðar verður að stinga við fæti. Samt væri það með öllu ósann- gjarnt gagnvart skáldinu, að skiljast svo við þetta mál, að eigi væri að ein- hverju getið þess boðskapar, sem bókin hefir að flytja. Eins og þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.1951)
https://timarit.is/issue/356879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.1951)

Aðgerðir: