Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 88
68 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA og bjóst að gera henni viðvart, ef hættu bar að höndum. Svo var þó eigi, meðan á varpinu stóð. Friður ríkti í eynni. Veðrið hlýnaði með hverjum degi. Snjórinn seig æ meira. Blessað vorið sýndist vera komið fyrir alvöru. Æðunum fjölg- aði í Víðey með degi hverjum, blik- arnir hópuðust í kringum hana. Allt virtist ætla að leika í lyndi. Vingullinn hóf að slá grænni slikju á bala og grundir milli hrossa- nálarbrúska og runna. Á þeim togn- uðu og þrútnuðu víðikettlingar með degi hverjum. Ilmur tók að berast frá þessum vaknandi, dásamlega gróðri með hlýjum sunnanblæ, for- boða varanlegs unaðar á komandi sumri. III. Nei, svo stefnufast er vorið sjald- an, að minnsta kosti var það ekki í þetta sinn. Laugardagskvöldið í sjöttu viku sumars birtust óveðurs- bakkar í hafi og á austurfjöllum. Vaxandi, óheillavænlegt brimhljóð barst frá sjónum. Sefja var út með nesjum. Suðræna undanfarandi daga var hætt að anda og nístings- köld hafgola komin í staðinn. Fossa- strengirnir, sem vorgyðjan hafði slegið um stund, voru þagnaðir. Hins vegar tók nú dapurlega í sér- staka fossa, sem jafnan boðaði hret. Það hljóð kom úr norðanátt eða frá næturheimi. Úrsvalur kaldi Heljar smaug í gegnum merg og bein. Morguninn eftir var komin ofsa- hríð. Snjónum kingdi niður, eins og himinninn vildi nú gera að engu það miskunnarverk, sem hann áður hafði unnið með því að senda geisla sólar sinnar niður á helstorkið land. Átti sýnilega að herða á þeim fjötrum, sem nýverið hafði losnað um. Hneppa skyldi aftur í hlekki það, sem fyrir stuttu var drepið úr dróma. Þetta skynjuðu bæði menn og málleysingjar. Díla var fyrir löngu setzt á og vék sjaldan úr hreiðrinu. Ef svo bar við, að hún skryppi niður á álinn að fá sér bað eða bita í munn, fylgdi Birtingur henni. Þegar ótíðin byrjaði, hætti kollan alveg að fara af eggjunum, en sat stöðugt á, svo að þau yrðu síður fúl af völdum frosts og fannar. Eftir að snjórinn óx og umkringdi hreiðrið, settist blikinn norðan við það og vék ekki frá því. Hann sat áveðra við konu sína og varnaði mjöllinni að skefla yfir hana. Þetta tókst honum með því að krafsa og sópa snjónum frá henni jafnóðum og að fauk. Þannig forðaði hann konu og börnum frá því að fenna í kaf. Nú kom að góðu haldi, að hreiðrið þeirra var hærra sett en öll önnur hreiður í Víðey. — Ég fer ekki framar af þessum eggjum, á meðan þau eru kyrr í hreiðrinu, sagði Díla. — Og ég skal aldrei hverfa frá þér, á meðan þessi snjór er við lýði, anzaði Birtingur. Þetta efndu þau bæði. Aldrei hef- ur nokkur fugl sýnt meiri ræktar- semi en hún eggjum sínum við að klekja þeim, og enginn maki hefur nokkru sinni verið konu sinni meiri bjargvættur en þessi bliki. Fuglar mundu ekki jafnhart hret og þetta. Velflest hreiður í Víðey fennti algerlega í kaf, og kollurnar urðu að yfirgefa þau. Geta má nærri, að þeim hafi ekki verið það sárs- aukalaust. En bæði var, að hreiðrin voru misvel sett gagnvart fann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.