Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 96
76 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA fram, sem ég hef verið að segja!“ Ég hefi fult skyn á því sjálfur, hví- líkt erfiði er, að snúa minni snældu á annað mál, vissi það alla daga. Enginn leggur slíkt á sig nema fyrir góðan hug. Til dæmis íslenzkur vin- ur minn skrifaði mér frá Vínu í Austurríki, heimili Josephs heitins Poestion’s, sem sjaldnast hefur fat- að, í öllum þeim sæg af íslenzkum ljóðum, sem hann þýddi á þýzku. Þessi kunningi minn bað mig að senda karli vísu, hélt það gleddi hann! Hann hafði þá hvorki fæði né klæði, í stríðs-eyðileggingunni Ég gerði þetta. Svo stendur á stök- unni til Poestion’s, í yngri Andvök- um. Ég hefði ekki ert hann ótil- kvaddur. Mér var næst sagt að karli hefði þótt vænt um, og farið til og snúið þessu „fræði“ á þýzku, en kvartaði um að það hefði verið „þrælaverk“ — og því skal ég trúa! Bið að heilsa manni þínum og kunningjum í Seattle, ef svo ber við að til skila komi. Vertu svo blessuð og sæl. Vinsamlega Siephan G. Box 76, Markerville, Alia., 7 7 '24 Ljósvakar Ef hlerarðu um héröð fjærri, Heimaljóðin þín Svífa, í söngrödd skærri, Setrinu þínu nærri: Heiðir upp heyrn og sýn! Sem laðar þig svaldjúp sjávar Sólstafað, Sem heilla þig hæðir bláar Heiman-að. Vinkona góð: — Þökk fyrir bréfið þitt ljúflega ritaða og lengur en áður. Mér finst oft og oft að hraflið mitt í hendingum hafi ekki unnið til jafn mikillar velvildar eins og því hefir auðnast. Margur mætti hyggja, að ég hafi verið svona ör á að senda þetta, frá mér, 1 blöð og bækur, af því ég hafi þóttst eiga skilið „orð á mig“ fyrir það, sem ég teldi mikla list. En rangt væri þó þá til getið. Ég kvað, mér einum til afþreyju, og svo datt það í mig, að ef til vill, væru einhverjir og ein- hversstaðar til, sem, eins og ég, hefðu ánægju af þessum smámun- um. Ef svo væri, væri þeim það sízt ofgott. Þannig komst ég fyrst út í blöðin. Út í þau viltist ég þannig lengra og lengra, unz mér fanst ég ekki geta snúið mig út úr, að úr þessu yrði bók, þegar til þess var mælzt. Aðeins eitt veit ég með vissu, um sjálfan mig: Ég vildi kveða eins vel og ég kunni bezt, í hvaða ham sem ég kom. Gallarnir eru getuleysi. En hugnun er mér að trú þeirra, sem tóku þessu svona vel — ekki er því að leyna, án þess þó, ég metn- aðist af því. Og með tilliti til þess, sem þú hefur um mig sagt: Þú skil- ur mig rétt, það veit ég, en þú metur mig, ef til vill of hátt — um það get ég ekki dæmt — og þó svo væri, hefur hlýleiki þinn verið mér velgerð. Það var rétt og skynsamlegt, að ekki væri teflandi á viðtökurnar ensku af stórri ausu af íslenzkum kvæðaþýðingum. Þvert á móti, þær þættu hvorki metfé né matvinnung- ur, fyrst um sinn, ef mig grunar rétt. Það hefur verið með sönnu sagt, að ég hygg, og af Englendingi: Af stórþjóðum eru Frakkar fljót- astir að fagna því sem gott er, í bók- mentum og listum annara þjóða,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.