Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 102

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 102
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA stríði fylgir. Enn er ég sama sinnis og þá, þegar ruddi mannlífsins er „gefinn á garðann“, tómur og marg- tekið, í sögum sem saman eru settar, af ýmsum sem teljast skáld. Ekki af því að siðavendni minni sé svo mjög ofboðið, heldur hitt, mér finst slíkar sögur bæði ófagrar og ó- sannar, og hvar er þá það sem heitið getur skáldskapur? Þetta á samt við þetta eina dæmi í sögu Zola. Mér varð það minnisstætt. Hann var höfðingi og heimspekingur „realist- anna“ á sinni tíð, einskonar skóla- meistari þeirra — og yfir höfuð var „Uppbrotið“ kosta-góð saga og kafla- fögur. Satt er það, að „sölugt“ er mann- lífið! Satt að við þurfum að vita misfellurnar, og af hverju þær koma, á sama stiginu eins og hitt að vita uppruna veikinda, svo ráð kunni að verða við þeim fundið. En frásögn sumra skáldsagnanna er einhliða, og ósannindi þess vegna, allar traustataugar í lífinu ósýrar og úrþvætti, sömu öfgarnar á öfuga hlið eins og var, góðmenskan og gælu-skáldskapurinn forðum, sem alt bræddi niður í tilfinninga aumkvun. Allur jarðvegur er ein- hvers nýtur — jafnvel grjót og hraun. Hlutverkið okkar, að skilja og finna skaðræðið í honum og hæfi- leikana. Mannkynið er jarðar-sonur eins og Þór, og hver angi út frá þeim stofni er einhverjum hennar gæðum gæddur, og þau á andi skáldsins að uppgötva líka, hversu djúpt sem grafa þarf — sjá dýpra inn og upp og niður en tómt yfir- borð ókostanna, þó þykt sé það, annars verður verk hans illa hálf- sögð saga, ekki virkileikinn — logið meir en helmingi. Það er munurinn á að „apa“ og „skapa“. Munurinn á ljósmynd og listamálverki. Mig minnir það væri Jónas sem kvað til Konráðs í bréfi — heldur en K. til J.: — „Taktu það ekki samt að þér“.---------Þeir vinirn- ir, höfðu þann sið stundum, að senda hvor öðrum línu, sem bæði var illur munnsöfnuður og óbóta rím. — „Taktu“, það sem ég sagði um þetta, „ekki samt að þér“, þ. e., nema aðeins eins og það er talað, ekki af manni sem veit sig vera, þann sem kann að kryfja til mergjar, heldur hinn, sem aðeins er að auglýsa sinn „innri mann“ og þykir ekki'ómaks- vert að hafa fyrir að fela þar neitt, ef hann annars berst í tal, né hitt heldur að vera að flíka honum óaðspurt, og svo að ekkert sé efni til. Fyrirgefðu fjölmælgina um þetta! Þú mintist á fornyrðalag. Hefur þú tekið eftir því, að mörgum sem nú rita íslenzku bezt, er að verða tamt, að rita lesmál með tíðum ljóð- stöfum innan um, og í orðskviðum. Þetta er nýtt fornyrðalag og ekkert annað, eða réttara sagt, yngri ætt- ingi þess. Nýlega var ég viðstaddur við kveðju-flokk-söngva Björgvins, í Mozart. Undarlegt var það, að mér fundust lögin við vers með stuttum hendingum áhrifa-mest, en ættu að vera meiri vandi, því rímið kreppir að laginu, frekar en langar línur, að ég hygg. En ef svo var, var það þá af því, að íslenzkum hljóm og róm, er eðlilegra að falla í grönnum fossandi streng, eins og fjalla árnar þeirra, heldur en í breiðum lygnum, í sama farinu, sem t. d. fornyrðalag og „hringhendan“. Á söng hef ég ekkert vit. Felst á það sem getur gripið mig, og þaðan kom þessi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.