Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 64
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kortum. Vísnaskýringar eru líka í þeim. Líklega eru þær hinar ódýr- ustu sögubækur, sem hægt er að fá á íslandi nú, því tillag til Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins er að- eins 30.00 krónur á ári. Víkjum nú aftur að útgáfu Lax- ness og Ragnars Jónssonar. Það mun hafa verið ætlun þeirra að prýða þær myndum eftir nýtízku lista- menn, enda komu síðar út sérstak- lega Myndir í Laxdælu og Hrafn- kötlu úr útgáfu Halldórs Kiljans Laxness eftir listamanninn Gunn- laug O. Scheving (Reykjavík 1942). Með þessum myndum nálguðust útgáfur þessar það að vera skraut- útgáfur, þótt hvorki brot þeirra né band gæfi átyllu til þess. En ekki leið á löngu, unz Ragnar fór að gefa út reglulegar skrautútgáfur, í stóru fjögra blaða broti, á góðum pappír, bundnar í dýrt band og mynd- skreyttar spjalda í milli. Fyrsta bók af þessu tæi var Heimskringla Snorra (Helgafell 1944) í tveim bindum bundnum saman og skreytt hinum frægu norsku myndum úr aldamótaútgáfunni (1899) norsku, en sú útgáfa hefur ávallt síðan verið ein vinsælasta alþýðubók í Noregi, bæði í stóru skrautútgáfunni, og þó líklega einkum í hinni litlu hand- hægu, smækkuðu útgáfu. Um út- gáfuna sá Steingrímur Pálsson, prentaði hann upp texta Finns Jóns- sonar frá 1911. Magnúsar saga blinda (Helgafell, 1944) virðist ekki vera annað en sérprentun úr þessari Heimskringlu Helgafells, hvernig sem á henni stendur. Nú rak hver skrautútgáfan aðra í Helgafelli og sá H. K. Laxness um næstu tvær bækurnar Brennu- njálssögu (1945) og Greiiissögu (1946), er báðar voru prentaðar með nútímastafsetningu. Skrifaði Lax- ness stutta formála fyrir báðum, og þó merka vegna athugasemda þeirra er þetta slynga skáld og listamaður hafði að gera um hin fornu lista- verk. Báðar bækurnar voru líka myndskreyttar af nýtízku lista- mönnum: Snorri Arinbjarnarson, Þorvaldur Skúlason og Gunnlaugur Scheving skreyttu Njálu, en Þor- valdur Skúlason, Gunnlaugur Sche- ving og Ásgeir Júlíusson Greiilu. Allmargar myndirnar sýndu aug- Ijós áhrif frá myndum hinna norsku meistara í Heimskringlu, sem áður er getið. Hinar myndirnar eru í sterkum og stórkarlalegum nýtízku- stíl, sem virðist ekki eiga illa við hetjusögurnar, enda hefur hann fengið mjög mikið lof íslenzkra listamanna. Árin 1946—47 kom út tólf binda útgáfa af íslendingasögum (svo- kölluð), gefin út af Guðna Jónssyni, en kostuð af íslendingasagnaútgáf- unni í Reykjavík. Þetta var álþýðleg textaútgáfa, í sama broti og að öðru leyti svipuð útgáfu Sigurðar Kristjánssonar, en frábrugðin henni í því, að hér er mörgum sögunum safnað í eitt bindi (eins og í í. F., mest eftir því hvar þær eru í sveit settar, t. d. Borg- firðingasögur, Austfirðingasögur saman) þar sem Sigurður Kristjáns- son gaf út hverja sögu sérstaka. Mikilsverðara var þó það, að hér eru prentaðar 33 sögur og þættir, sem Sig. Kr. hafði ekki tekið með í safn sitt, af ýmsum ástæðum, en helzt vegna þess að þessi rit þóttu ósannsöguleg, enda voru þau mörg sannanlega mjög ung. Samt sem áður verða þessi rit ekki annars
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.