Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 91

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 91
Á VORDÆGRUM 71 miklu ægilegra en hún. Við það réðu þær ekki, þessar margreyndu og þrautseigu æðarkollur. Harmi þrungnar og vonsviknar biðu þær ósigur. Sumar þeirra héldu sig enn um stund í nánd við fyrr • verandi heimili sín, eins og þær gsetu ekki slitið augun af staðnum, þar sem eggin höfðu legið og hlýnað af hkama þeirra fjölmörg dægur, köld og löng. Helzt var að sjá svo, að þeim væri ekki auðið að trúa sínum eigin augum, að þeim fyndist þetta eigi geta verið satt. Loks flugu þaer samt á burt og bændur þeirra með þeim, hver hjónin af öðrum, þar til Birtingur og Díla voru ein eftir. Fagurt kvöld þegar hlákan stóð sem hæst, sást ofurlítil sprunga á einu egginu í þessu staka hreiðri sunnan undir efsta barði Víðeyjar. var jökulmóðan búin að færa aflar aðrar hæðir í kaf. Suðvestan eeðistormur skóf vatnið yfir kolluna, er sat þar á eggjum sínum og beið eftir, að þau unguðust út. Hún var einráðinn í að gefast ekki upp, fyrr en yfir lyki. Á efsta hnjótinum sat nú blikinn, rétt við hreiðrið, vildi ekki bregðast henni á úrslitastund. Að forfallalausu mundu flest eggin springa næsta dag, börnin losna úr þessum hörðu reifum og verða frjáls. — Þá syndi ég með þau á bakinu yfir öldurnar niður Fljótið, sagði Díla lágri fagnandi röddu. / Við skulum vona það, góða mín, tok Birtingur undir. Þó var efa- keimur í kvaki hans. En hann vildi síður en svo auka á kvíða konu sinnar, sem innst inni bærðist í brjósti hennar, því að stöðugt óx Fljótið. — Hvaðan kemur allt þetta vatn? spurði hún. Aldrei hefur annað eins flóð komið yfir þessa ey, svo að ég muni. — Mig rekur ekki heldur minni til þess, gegndi hann, en reyndi að sýnast rólegur. Úðaausturinn gerði þau bæði gegnvot. Straumröstin ólgaði við hreiðurbarminn. Svo fylltist hreiðr- ið af vatni, kolmórauðu, sárköldu jökulflóði. Þá var sprungið fyrir á þrem eggjum. Kollan sat þó kyrr enn um stund, þó að hún ætti bágt með að vernda þau og verma. Eggin flutu upp úr hreiðurbotninum og kólnuðu jafnóðum af völdum þessa ískalda, beljandi vatns. Þar kom og, að henni varð um megn að hemja þau innan vébanda hreiðursins. Hún var sigruð. Straumalda, knúin af harðri vind- hviðu, skolaði öllum eggjunum brott. Kvikandi hringsveipir Fljóts- ins velktu þeim á víð og dreif. Enn um stund mátti sjá þau fljóta á bylgjukömbunum hér og þar. Loks hurfu þau alveg í þessa ógurlegu, sogandi móðu. Vindstrokur þutu yfir með vax- andi hraða, blístruðu og hvæstu sem rándýr yfir bráð sinni. I suður- átt hækkaði vatnsborðið enn þá verulega. Straumröst skolaði yfir hæsta koll Víðeyjar. Aðeins hæstu greinar efsta runnans teygðu sig upp úr vatninu, og minntu helzt á fingur drukknandi manns, er gerir hinztu tilraun til bjargar, áður en hann sekkur í djúpið. V. Æðarhjónin hafa flutt sig yfir að strönd hins nýja fjarðar, handan við Fljótsbakkann, sem einnig er kom-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.