Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Síða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Síða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA að veita Halldóri 1500 krónur í styrk til ítalíufarar. En þótt stúdentsprófið og styrk- urinn færi út um þúfur, átti Halldór að hefja nám við Própaganda Há- skólann 1 Róm vorið 1925. í stað þess fór hann til Taormina á Sikiley og sendi þaðan heim svo skarpar ádeilugreinar til íslenzkra blaða um drengjakoll og stuttkjóla að sumum eldri kvinnum dámaði ekki ósóm- inn. En fyrst og fremst skrifaði hann hér Vefarann mikla frá Kasmír, bók sem olli tímamótum í íslenzkri skáldsagnagerð vegna nýjunga í stíl og óvægni í skoðunum, svo að hún varð jafnvel enn meiri hneyksl- unarhella 1927 en Bréf til Láru hafði verið 1924. Á leið heim frá Sikiley kom Halldór við í klaustrinu í síð- asta sinn; þar kvaddi hann í síðasta sinn hinn mikla meinlætamann læri- föður sinn, þann er minnti hann helst á Jón Ófeigsson kennara, og hefur staðið fyrir honum síðan sem ein göfugasta manngerð jarðar. Vorið 1926 kom Halldór heim með Vefarann en gekk svo illa að fá út- gefanda, að hann varð að prenta hann á sinn kostnað eins og fyrstu bók sína. Meðan beðið var eftir prentun á Vefaranum fór Halldór í leiðangur austur á land. Þar orti hann kvæðið „Hallormsstaða- skógur“ á Egilsstöðum á Völlum 26. ágúst 1926, en í því segir hann meðal annars: Héðan í frá er fortíð mín í ösku og framtíð mín er norðurheimsins ljóð . . . Bros mitt er ljúft sem brennivín á flösku ég býð þér dús mín elskulega þjóð. Eftir dvöl á Héraðinu fram í nóvember hélt Halldór sem leið liggur um Fljótsdalsheiði, Jökul- dalsheiði og Möðrudalsöræfi norður um land. Varð hann á þessari leið hríðtepptur í Sænautaseli á Jökul- dalsheiði, og skrifaði hann um þetta ritgerðir, sem fyrst komu í Alþýðu- blaðinu en síðan í ritgerðasafni hans Dagleið á fjöllum (1937). Vefarinn kom út á útmánuðum 1927 og dám- aði fæstum. Laxness hafði um langa hríð skrifað fyrir íhaldsblöðin Morgunblaðið og Vörð. En þegar Vefarinn fór að koma út, þá birti Jónas Jónsson úr honum langar glepsur í Tímanum 23. apr. 1927 til þess að sýna fólki hvernig „skáld stjórnarinnar“ héldi á penna. Næsta dag stóð í Morgunblaðinu: „Jónas frá Hriflu tilfærir í Tím- anum nokkra af verstu klámköflum Kiljans og smjattar á þeim. Það er sjálfsagt. Hver elskar sér líkt.“ . . . Þótt skeyti þessu væri sýnilega stefnt til Jónasar en ekki Halldórs, þá tók Halldór ummælin til sín og stefndi blaðinu fyrir meiðyrði. Neitaði hann því afdráttarlaust að nokkuð klám (pornografi) væri í Vefaranum. Blaðið var að vísu heldur sáttfúst og ritstjóri Varðar, Kristján Albertsson átti eftir að bjóða bókina velkomna á viðeigandi hátt, en upp úr þessu fór að slitna vinskapur Halldórs við íhaldsblöðin og hann fór að senda greinar í Al- þýðublaðið þar á meðal greinaflokk um „Raflýsing sveitabæjanna,“ sem var róttækur mjög. Með þenna són í eyrum út af Vefaranum fór Halldór vestur um haf með „s.s. Montclare" frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.