Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Side 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Side 36
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kindur undir palli, en bóndinn sjálfur, kona hans, sonur og gömul móðir bjuggu uppi á loftinu. Til matar var eigi gott. Mjólk var engin, en gestir miðluðu heimilisfólki, einkum gömlu konunni, af mjólkur- flöskum þeim, er þeir höfðu haft með sér í nesti. En bóndi sagði, að það gerði nú minna til meðan kind- urnar hefðu nóg hey. Hann hafði lógað kúnni um haustið. Þótt sult sæi á móður hans og syni, var hann í góðu skapi, gestrisnari en kon- ungur í ríki sínu. Þetta er sagan sem Dagleið á fjöllum dregur nafn sitt af. En þetta er líka saga sú í hnot- skurn, er Halldór hefur lyft í hæðir hetjusögu og víkkað til veggja veraldarsögu í Sjálfstæðu fólki (I—II 1934—35). Einhvers staðar í Kírkjunni á fjallinu sér Gunnar Gunnarsson bóndann á heiðum Austurlands sem eilífan loga mann- dómsins í eyðimörkinni. Halldór sér sama mann á krossgötum forns siðar og nýs, og lætur hinn forna sið, sjálfur leið þú sjálfan þig, sem dug- að hafði síðan á dögum Hávamála, bregða fæti fyrir hinn sjálfstæða mann. Frá sjónarmiði jafnaðar- manna er það smábóndinn hvar í heimi sem er, líka rússneski bónd- inn, sem, smitaður af hugheimi kapítalismans, fellur þannig á sjálfs sín bragði. Fellur hver á sinni list um síðir, segir íslenzkt máltæki. Einhver Ameríkani gerði sér ferð heim til Halldórs til þess að segja honum að hann þekkti þúsundir slíkra bænda í New York. Nokkur vafi gæti legið á því hvort þessi Ameríkani hefði skilið Bjart rétt, því eins og Kristinn Andrésson sak- aði íslenzkan fulltrúa Rauðsmýrar- maddömunnar (þ. e. Jónas Jónsson) um að gera, lögðu útgefendur og ritdæmendur bókar í New York 1946 aðaláherzlu á tröllaukinn hetjuskap Bjarts töldu hann full- komið dæmi um „the rugged American individualism.” Bókin var borin saman við Gróður jarðar eftir Hamsun, en þar sem ísak Hamsuns kemst af á vinnu sinni eins og amer- ískir landnámsmenn, sem hlýddu kallinu: „Farðu vestur, ungi maður,“ þá bíður Bjarts í sögulok eftir jötun- afrek og tröllatryggð við málstað sinn ekki annað en boðorðið: „Líttu í austur, gamli maður.“ Auðvitað þverskallast hann við því og fer, trúr eðli sínu, á enn annað kot enn lengra inn í heiði. En þótt Bjartur í Sumarhúsum sé alþjóðlegt tákn, þá er hann höggvinn úr íslenzku blágrýti og gnæfir voldugur í ís- lenzku þjóðlífi úr íslenzkri náttúru. Hann hefur lært hreysti í skóla ís- lendinga sagna og rímna, sjálfstæðið og konungshugsjónina af Háva- málum, en þrjóskuna og tröllskap- inn í vetrarhríðum í eftirleitum eftir kindum sínum. Hann reynist ódræpur í svaðilförum, pestir og plágur vinna ekki á honum, jafnvel ekki draugar og óvætt- ir fjallanna. En hann kostar miklu til. Tvær konur drepur hann af sér, börnin deyja eða flýja kotið, loks tapar hann kotinu sjálfu til kaupfélagsins. Er þetta líf þesS vert að því sé lifað? Ekki frá sjónar- miði Halldórs; hann prédikar sam- vinnu í stað einyrkjabúskapar- Vefarinn var Halldóri Don Quijote kristins dóms, Bjartur frá Sumar- húsum Don Quijote sjálfstæðisins,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.