Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Side 40

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Side 40
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA veturinn sem ég var á Sviðinsvík var hann orðinn svo þreyttur á mér, að hann lét einu sinni snara ofan af okkur kofanum. Já hann hefur sannarlega lagt inn fyrir eftirmælinu sínu, sagði Reim- ar skáld. Meðal annara orða, þú hefur sjálfsagt heyrt að hann Jón gamli okkar hérna skerínef er dauður? Jú loksins fór hann til andskotans. Og náttúrlega arfleiddi hann Pétur Þríhross að öllum sínum peningum utan skitnum tvö þúsund krónum, sem hann ánafnaði prófast- inum fyrir nýrri kirkju. Nú veit ég ekki hvort þú manst eftir frægum stað upp í skarðinu bak við Óþveg- insenni, þar sem í fornöld var siður að stegla glæpamenn. Einu sinni fékk Pétur Þríhross vitrun um að hann ætti að grafa upp nokkra morðhunda, sem höfðu verið dysj- aðir þar í fyrndinni og flytja þá í helgan reit á Sviðinsvík. Þegar Jón gamli skerínef drapst fékk Pétur Þríhross aftur guðlega opinberun, og nú um að þessi gamli aftöku- staður glæpamanna skyldi kallast helgur staður, og þar skyldu mikil- menni Sviðinsvíkur liggja grafin. Hann lét flytja hræið af Jóni skerínef upp í fjallið og öskra þar yfir því guðsorð í þrjá daga sam- fleytt. Síðan útvegaði hann prófast- inum skáldalaun frá ríkinu til þess að semja æfisögu Jóns skerínefs í tveim bindum. Og nú er hann sjálf- ur byrjaður að láta steypa handa sér vandaða grafkapellu í sömu urðinni þar sem hann forðum gróf upp Satan og Mósu. Já, hann var æfinlega mjög hug kvæmur maður, sagði Ólafur Kára- son. Og ef til vill meira skáld en við báðir til samans þó hann skildi al- drei leyndardóm formsins. Þú hefur vonandi heyrt um Þjóð- ernis- og Menningarbrókafélagið, sagði Reimar skáld. Nei, því miður, það hafði Ólafur Kárason ekki heyrt um. Það atvikaðist svo, að í fyrravetur var stofnað félag á Sviðinsvík með því markmiði að hjálpa fátækum börnum á staðnum til að eignast á fæturna. Það var Jens Færeyingur og hún Jórunn frá Veghúsum konan hans, sem gengust fyrir því. Gegn- um þessi samtök tókst að útvega fátækum börnum og unglingum sokka og skó við mjög vægu verði. Pétur Þríhross sá náttúrlega strax að þvílíkt félag hlaut að vera stofn- að af Dönum, Rússum og Skáldum, og flýtti sér að sækja um styrk til Júels J. Júels svo hann gæti stofnað félag til að útvega Sviðvíkingum ókeypis brækur. Ef Danir, Rússar og Skáld stofna sokkafélag, þá stofna ég brókafélag, sagði Pétur Þríhross. Ég heimta að allir, bæði gamlir og ungir, karlar og konur gangi í ókeypis brókum Frá Mér. Og mitt félag skal ekki vera neitt landráðagroddafélag, heldur Sann- íslenzkt Hámenningar- og Þjóð- ernisbrókafélag. Og mitt Bróka- félag það skal kremja alla sokka og skó á Sviðinsvík; það skal mala alla sokka og skó; það skal útfletja alla sokka og skó. Nafn Péturs Þríhross mun verða uppi meðan land byggist, sagði Ólafur Kárason. Þó mun hann lengi þurfa að deila frægð sinni við Jón skerínef, sagði Reimar skáld. Eða hefurðu heyrt um atkvæðagreiðsluna í félag1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.