Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Page 58

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Page 58
40 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA eða gróteskum andstæðum og öfug- mælum til þess að ganga fram af lesendum sínum og láta þá eftir gapandi og dolfallna, óvitandi hvort þeir eigi að bregðast við með hrin- um eða hrosskæti. Halldór hefur verið meistari í þessari öfugmæla- list síðan hann skrifaði Vefarann. Einkum hefur honum látið að draga skopmyndir í ljósi veruleik- ans af mönnum sem hafa ósveigjan- lega trú eða heimspeki: kaþólsku Vefarans, sjálfstæði Bjarts, hetju- skap Þorgeirs Hávarssonar. En í Gerplu er það jafnvel ekki hetju- skapurinn gegn veruleikanum ein- um, heldur líka gegn kristnum dómi miðalda og gegn frumstæðum kommúnisma Grænlendinga. Þetta gerir Gerplu að óvenjulega marg- rödduðu listaverki og skemmtilegu. í öfugmælaleik þessum hefur Hall- dór lengi minnt á Cervantes, enda hefur Don. Quijote jafnlengi verið uppáhaldsrit Halldórs sjálfs. Hvort hann lifi það að lýsa sjálfum sér sem Don Quijote sósíalismans er eftir að vita, en engin sólarmerki benda í þá átt, þótt margir and- kommúnistar mundu bíða þess með eftirvæntingu. Til skýringar þessari andstæðulist Halldórs mætti segja að hann hefði lært hana við kné fóstru sinnar, ís- lenzkrar náttúru, þar sem á leikast eldur og ís, langdegisbirta og skammdegismyrkur, stórhríð og fögur uppstytta, fjöll og dalir, svört apalhraun og græn engi, allt þetta landnám trölla, dverga, drauga og huldufólks auk þeirra útilegumanna, sem Halldór trúir ekki á, og hins margslungna stóreinkennilega fólks, sem Halldór ekki aðeins trúir á heldur hefur gert ódauðlegt í verkum sínum. Eitt er víst að Halldór skrifar ekki svo í andstæðum af lærdómi einum, þótt forlærður sé, heldur af því að andstæðurnar búa í hans eigin barmi. Og er þá farinn hringur að upphafi þessa máls, þar sem á það var bent að um hann togast útþrá íslendings heima en heimfýsi hans erlendis, það er, íslendingurinn og heimsborgarinn berjast um sál hans. Þegar hann skrifaði Vefarann virt- ist heimsborgarinn ætla að hafa yfirhöndina, en síðan hann fór að leggja sig eftir sögu þjóðar sinnar og einkum eftir íslendingasögunum þá hafa rætur hans við heimaland sitt gróið svo að tæplega sýnist verða um bætt. Hann tekur Ólafs sögu helga fram yfir guðspjöllin og sýnir þar með að í raun og veru hefur hann sama bókmenntasmekk og rammíslenzka kerlingin sem sagði: „Ekki er gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn." Enn hefur ekki verið minnst á eina andstæðu, og hana ekki lítils- verða: reipdrátt milli listar hans og trúar. Á kaþólsku árunum var hér mikil hætta á ferðum; hann ætlaði sér að fórna list sinni eins og öðru á altari Guðsins og verða óskrifandi meinlætamaður. En síðan hann tók sósíalisma hefur sú hætta aldrei komið til greina; hann hefur aldrei látið sér til hugar koma að haetta að semja skáldrit til þess að kasta sér inn í stjórnmálabaráttuna, en hins vegar aldrei bundist þess að leggja þar orð í belg sem honurn þótti nauðsyn til bera, og mun and- stæðingum hans í skoðunum hafa þótt hann þar nógu skeleggur samt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.