Hugur - 01.01.2007, Síða 35
Um mælikvarðann á smekk
33
skilgreiningu á næmi en hefiir verið reynt hingað til. Og til þess að kafa ekki of
djúpt eftir heimspeki okkar grípum við til þekktar frásagnar í Don Kíkóta.
Til þess er góð ástæða, segir Sansjó við skjaldsveininn, áð ég þykist bera gott
skynbragð á vín: Þetta er arfgengur eiginleiki í okkar ætt. Tveir ættingjar mínir
voru eitt sinn kallaðir til að segja álit sitt á víni í ámu sem átti að vera afbragðsgott
enda var það gamalt og úr góðum vínárgangi. Annar þeirra bragðar á víninu,
veltir því fyrir sér og eftir vandlega umhugsun úrskurðar vínið gott, ef ekki væri
um að ræða örlítinn leðurkeim sem hann skynjaði í því. Hinn fellir einnig sinn
dóm víninu í hag, eftir að hafa farið eins að, en með fyrirvara um járnkeim sem
hann fyndi greinilega. Þið getið ekki ímyndað ykkur hve mikið gys var gert að
þeim báðum fyrir álit þeirra. En hver hló að lokum? Þegar áman var tæmd fannst
á botninum gamall lykill og var leðuról bundin við hann.
Hin mikla líking með andlegum og líkamlegum smekk getur hæglega kennt
okkur að nota þessa frásögn. Enda þótt það sé víst að fegurð og ljótleiki, frekar en
sætt og beiskt, eru ekki eiginleikar í hlutum heldur tilheyra algerlega kenndinni,
innri eða ytri, þá verður að viðurkenna að tilteknir eiginleikar í hlutum eru til þess
fallnir frá náttúrunnar hendi að framkalla þessar sérstöku tilfinningar. Þar sem
þessir eiginleikar kunna að finnast í litlum mæli eða kunna að blandast og ruglast
saman gerist það oft að smekkurinn verður ekki fyrir áhrifum frá svo örsmáum
eiginleikum eða getur ekki greint allar hinar sérstöku bragðtegundir mitt í óreið-
unni sem þær koma fyrir í. Þar sem líffærin eru svo fíngerð að þau láta ekkert fara
fram hjá sér og um leið svo nákvæm að þau skynja sérhvern efnisþátt í sam-
setningunni köllum við þetta næman smekk hvort sem við notum þessi orð í
bókstaflegri eða óeiginlegri merkingu. Hér koma þá hinar almennu fagurfræði-
reglur að notum, enda eru þær leiddar af viðteknum fyrirmyndum og athugun á
verkum sem skemmta eða skaprauna þegar þau eru flutt út af fyrir sig og með
miklum tilþrifum. Og ef sömu eiginleikarnir, í verkum sem haldið er áfram að
flytja en með minni tilþrifum, orka ekki á skynfærin með merkjanlegri ánægju
eða óþægindum útilokum við einstaklinginn frá öllu tilkalli til þessa næmis. Að
framkaUa þessar almennu reglur eða viðurkenndu samsetningarmynstur er líkt
og að finna lykilinn með leðurólinni sem réttlætti úrskurð ættingja Sansjós og
sannaði að hinir sjálfskipuðu dómarar sem fordæmdu þá höfðu rangt fyrir sér.
Enda þótt áman hefði aldrei verið tæmd var smekkur hinna fyrrnefndu jafn
næmur og smekkur hinna síðarnefndu jafn daufur og sljór. En það hefði verið
erfiðara að sanna yfirburði hinna fyrrnefndu svo að allir viðstaddir sannfærðust. Á
svipaðan hátt hefði ólíkur smekkur verið til, eftir sem áður, og álit eins manns
tekið fram yfir álit annars, þótt fegurðareigindir ritverka hefðu aldrei verið kerfis-
bundnar eða heimfærðar undir almennar reglur og þótt engar ágætar fyrirmyndir
hefðu nokkurn tíma verið viðurkenndar. En það hefði ekki verið eins auðvelt að
þagga niður í hinum lélega gagnrýnanda sem gæti alltaf haldið til streitu sínum
sérstaka smekk og neitað að láta í minni pokann fyrir andstæðingnum. En þegar
við sýnum honum viðurkennda listarreglu, þegar við skýrum þessa reglu með
dæmum sem hann viðurkennir að séu, út frá hans sérstaka smekk, í samræmi við