Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 35

Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 35
Um mælikvarðann á smekk 33 skilgreiningu á næmi en hefiir verið reynt hingað til. Og til þess að kafa ekki of djúpt eftir heimspeki okkar grípum við til þekktar frásagnar í Don Kíkóta. Til þess er góð ástæða, segir Sansjó við skjaldsveininn, áð ég þykist bera gott skynbragð á vín: Þetta er arfgengur eiginleiki í okkar ætt. Tveir ættingjar mínir voru eitt sinn kallaðir til að segja álit sitt á víni í ámu sem átti að vera afbragðsgott enda var það gamalt og úr góðum vínárgangi. Annar þeirra bragðar á víninu, veltir því fyrir sér og eftir vandlega umhugsun úrskurðar vínið gott, ef ekki væri um að ræða örlítinn leðurkeim sem hann skynjaði í því. Hinn fellir einnig sinn dóm víninu í hag, eftir að hafa farið eins að, en með fyrirvara um járnkeim sem hann fyndi greinilega. Þið getið ekki ímyndað ykkur hve mikið gys var gert að þeim báðum fyrir álit þeirra. En hver hló að lokum? Þegar áman var tæmd fannst á botninum gamall lykill og var leðuról bundin við hann. Hin mikla líking með andlegum og líkamlegum smekk getur hæglega kennt okkur að nota þessa frásögn. Enda þótt það sé víst að fegurð og ljótleiki, frekar en sætt og beiskt, eru ekki eiginleikar í hlutum heldur tilheyra algerlega kenndinni, innri eða ytri, þá verður að viðurkenna að tilteknir eiginleikar í hlutum eru til þess fallnir frá náttúrunnar hendi að framkalla þessar sérstöku tilfinningar. Þar sem þessir eiginleikar kunna að finnast í litlum mæli eða kunna að blandast og ruglast saman gerist það oft að smekkurinn verður ekki fyrir áhrifum frá svo örsmáum eiginleikum eða getur ekki greint allar hinar sérstöku bragðtegundir mitt í óreið- unni sem þær koma fyrir í. Þar sem líffærin eru svo fíngerð að þau láta ekkert fara fram hjá sér og um leið svo nákvæm að þau skynja sérhvern efnisþátt í sam- setningunni köllum við þetta næman smekk hvort sem við notum þessi orð í bókstaflegri eða óeiginlegri merkingu. Hér koma þá hinar almennu fagurfræði- reglur að notum, enda eru þær leiddar af viðteknum fyrirmyndum og athugun á verkum sem skemmta eða skaprauna þegar þau eru flutt út af fyrir sig og með miklum tilþrifum. Og ef sömu eiginleikarnir, í verkum sem haldið er áfram að flytja en með minni tilþrifum, orka ekki á skynfærin með merkjanlegri ánægju eða óþægindum útilokum við einstaklinginn frá öllu tilkalli til þessa næmis. Að framkaUa þessar almennu reglur eða viðurkenndu samsetningarmynstur er líkt og að finna lykilinn með leðurólinni sem réttlætti úrskurð ættingja Sansjós og sannaði að hinir sjálfskipuðu dómarar sem fordæmdu þá höfðu rangt fyrir sér. Enda þótt áman hefði aldrei verið tæmd var smekkur hinna fyrrnefndu jafn næmur og smekkur hinna síðarnefndu jafn daufur og sljór. En það hefði verið erfiðara að sanna yfirburði hinna fyrrnefndu svo að allir viðstaddir sannfærðust. Á svipaðan hátt hefði ólíkur smekkur verið til, eftir sem áður, og álit eins manns tekið fram yfir álit annars, þótt fegurðareigindir ritverka hefðu aldrei verið kerfis- bundnar eða heimfærðar undir almennar reglur og þótt engar ágætar fyrirmyndir hefðu nokkurn tíma verið viðurkenndar. En það hefði ekki verið eins auðvelt að þagga niður í hinum lélega gagnrýnanda sem gæti alltaf haldið til streitu sínum sérstaka smekk og neitað að láta í minni pokann fyrir andstæðingnum. En þegar við sýnum honum viðurkennda listarreglu, þegar við skýrum þessa reglu með dæmum sem hann viðurkennir að séu, út frá hans sérstaka smekk, í samræmi við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.