Hugur - 01.01.2007, Page 96

Hugur - 01.01.2007, Page 96
94 Jörg Volbers borð við „hvað er tilvísun?“ eða „hvernig tengjast setning og raunveruleikinn?" eru þá ekki afurð einhvers óskiljanlegs hlutlægs veruleika sem heimspekingurinn þarf að varpa ljósi á. Heimspekin á frekar að leiða til skilnings á því að þessar óleysanlegu spurningar vísi í raun á sjálfsveruna og að þær séu afurð hugmynda hennar — blekkingar. Sjálfsveran sér þá að hún sjálf er rót heimspekilegra vanda- mála sinna. Að öðlast innsýn í þetta er samkvæmt meðferðartúlkuninni hinn margumræddi „siðferðilegi þáttur" Tractatus.4 Þessi uppgötvun veldur því að vandamálin hverfa - að vísu ekki með því að leysa þau heldur með því að komast hjá þeim. Þannig verður heimspeki, eins og Stanley Cavell heldur fram, fyrst og fremst skilin sem aðferð til að öðlast þekkingu á sjálfum sér og mannlegu eðli sínu, með það að markmiði að breyta þeirri sjálfsveru sem iðkar heimspeki.5 Heimspeki er hér, eins og Wittgenstein segir í athugasemd, fyrst og fremst „vinna við sjálfan sig. Við eigin innsýn. Við það, hvernig maður sér hluti. (Og hverju maður býst við af þeim).“6 Það sem gerir þessa túlkunarstefnu áhugaverða er ekki aðeins hvernig hún vík- ur í fjölda atriða frá hefðbundnum skilningi á heimspeki Wittgensteins heldur einnig að hún hefur afleiðingar sem stangast á við þá vísindahyggju sem er ráð- andi innan rökgreiningarheimspeki (eða réttara sagt: engilsaxneskrar heimspeki) í samtímanum. Eg ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort hér sé komin hin eina rétta túlkun á Tractatus - en hún er óneitanlega mjög sannfærandi, þrátt fyrir að hún láti nokkrum spurningum ósvarað. Mikilvægara er að skilja hvaða afleiðingar það hefur að líta á heimspekina sem meðferð, sem er leið til að bregðast við grundvallarvandamáli sem allar yfirgripsmeiri kenningar glíma við - þversögn- inni sem McDowell kennir við frumspekilega „sýn af hliðarlínunni“. Hún ein- beitir sér að þeim vanda sem felst í því að vera hluti af heiminum og ætla að segja eitthvað um hann sem heild: Hvernig get ég sagt eitthvað um tungumálið innan þess? Hvernig get ég hafið migyfir heiminn innan hans? Meðferðartúlkunin sak- ar hina hefðbundnu túlkun á Tractatus, sem leysir vandann með því að benda á muninn á því að segja og sýna, um að vera órökrétta. Megingagnrýnin felst í því að hefðbundna túlkunin hangi ekki saman. Þessi röksemd í nafni rökhyggjunnar hefur þó afleiðingar sem eru fjarri því sem vanalega er tengt spurningum rök- fræðinnar eða rökfræði tungumálsins. Meðferðartúlkunin lætur sjálfsverunni sem iðkar heimspeki ekkert haldreipi í té, engin föst viðmið sem hún getur notað til að leysa vandamál sín; nákvæmni rökfræðinnar og skýrleiki rökhugsunarinnar verða gagnslaus. Markmið umræddrar túlkunar er að sjálfsveran átti sig á því að hún sjálf verður að taka ábyrgð á að greina á milli merkingar og merkingarleysis mótað hugsun Wittgensteins alla tíð, og vísar til Cavells og Rortys því til stuðnings. John McDoweil leggur til tilgátu í anda Kants og heldur því fram að skortur á tilgátum og kenningum, sem kenna megi við svokallaða kyrrðarhyggju (kvíetisma), sé megineinkenni síðari verka Wittgensteins sem þó sé iðulega lítill gaumur gef- inn. Sjá Stanley Cavell, Ihe Claim of Reason, New York og Oxford 1979; James C. Edwards, Ethics without Philosophy, Tampa 1979; John McDowell, „Wittgenstein on Following a Rule“, Synthese 58 (1984), 325-363. 4 I þessu sambandi má benda á eftirmála Conants við áðurnefnda grein hans „Throwing Away the Top of the Ladder". 5 Stanley Cavell, „The Availability of the Later Wittgenstein", Must We Mean What We Say?, Cambridge 1976, 45-72; hér sérstaklega 65 o.áfr. 6 Ludwig Wittgenstein, Vermischte Bemerkungen, Frankfurt am Main 1994,52.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.