Hugur - 01.01.2007, Side 104

Hugur - 01.01.2007, Side 104
102 J'órg Volbers Hvort setning hefur merkingu eða ekki er háð því hvernig sjálfsveran skilur hana. Þennan skilning, segir meðferðartúlkunin, er hvorki hægt að útskýra né rökstyðja nánar - þegar til kemur verða merking og hugsun eitt með tungumálinu. I ljósi þessa þarf að endurtúlka „kenningu" Tractatus. Hún veitir enga innsýn í hlutlæg mörk, heldur sýnir hún að sjálfleitin að mörkunum er merkingarlaus. Sjálfs- veran þarf að átta sig á því að hún er fórnarlamb tálsýnar: trúarinnar á að heim- urinn geti sýnt sig óháð sannleiksgildi sínu; vonarinnar um að hún þurfi aðeins að gæta þess að láta stjórnast af hinu rétta innsæi. Hún var drifin áfram af þeirri von að þurfa ekki sjálf að axla ábyrgðina á eigin skynjun.18 Þessi tálsýn birtist í leitinni að eðlislægum forsendum merkingar og merkingarleysis. Tractatus tekur lesandann í meðferð með því að láta hann reyna það á sjálfum sér hvernig hann hneigist til að ljá merkingarlausum setningum merkingu. Les- andinn telur sig geta tekið sér stöðu utan tungumálsins; og Tractatus lætur hann fá það á tilfinninguna að hann sé sannarlega í þeirri aðstöðu (hafið í huga hin stórkarlalegu inngangsorð í setningu i: „Heimurinn er allt sem er“). Sjálfsveran lætur í einu og öllu undan þörf sinni fyrir að draga mörk milli merkingar og merkingarleysis. A endanum áttar lesandinn sig á því að verkefnið var merking- arlaust frá upphafi. Hann hélt bara að hann hefði gefið þessum setningum merk- ingu. Hann var fastur í tálsýn sem átti rætur að rekja til hans sjálfs, því hann sá merkingu þar sem engin var. Þar með áttar hann sig á því að bæði merking og merkingarleysi eru skilgreind af honum (innan tungumálsins) og að mörkin sem draga skyldi óháð honum, og hann hugðist finna í hlutlægri setningabyggingu rökfræðinnar og tengslum hennar við heiminn, eru ekki möguleg. (Þess vegna segir Wittgenstein í formála Tractatus að í bókinni séu öll vandamál „í megin- atriðum endanlega leyst“, en bætir jafnharðan við athugasemd um það, „hve lítið er unnið með því að vandamálin séu leyst“.) Tractatus tekur dulrænar tilhneigingar sjálfsverunnar alvarlega, því þær er að- eins hægt að greina í merkingarleysi sínu. Setningin „þú getur tekið þér stöðu utan tungumálsins" er hvorki sönn né ósönn, heldur merkingarlaus, þar sem hún reynir að tjá hugmynd sem er óhugsandi. Þar sem setningin er hins vegar ekki einfaldlega ósönn er ekki hægt að vinna gegn henni með röksemdafærslu einni saman. Sjálfsveran þarf að sýna fram á merkingarleysi hennar, þótt hún sé að leit- ast við að taka sér slíka stöðu; þangað kemst hún með því að leggja fram sjálfri sér samkvæma útlistun á hinni merkingarlausu afstöðu. Bókin á að hjálpa lesandan- um að virkja hæfileika sína til að greina á milli merkingar og merkingarleysis. Sjálfsveran áttar sig á því að markasetningarnar sem hún gaf merkingu í upphafi eru merkingarlausar þegar til kemur. Stiginn sem er kastað burt stendur þannig ekki einvörðungu fyrir röð setninganna í verkinu, heldur og fyrir tengsl sjálfs- verunnar við setningarnar. Þessi túlkun hlýtur áhugaverða staðfestingu í setningum 6.53 og 6.54 í Tract- atus. I 6.53 talar Wittgenstein um hina einu „réttu aðferð heimspekinnar" sem 18 Cavell lýsir þessari von sem „þeirri ósk að tengslin á milli fullyrðinga minna um þekkingu og viðfanganna sem þessum fullyrðingum er ætlað að vísa til, eigi sér stað án íhlutunar minnar“ (Stanley Cavell, Claim of Reason, Oxford 1979,351 o.áfr.).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.