Hugur - 01.01.2007, Page 201
Milli Guðs ogjjöldans
199
ingalífinu." (FA 156)196 Andstæðu hinnar óttaslegnu endalausu orðræðu finnur
Róbert hjá litla stráknum í Nýju fótunum keisarans:
„Hann er nakinn,“ er afbragðs dæmi um endanlega orðræðu vegna þess
að það sýnir svo vel tengsl sjálfstrausts og orðavals. I þessu dæmi tekst
barninu að ljúka orðræðunni ekki sökum þess að það búi yfir mikilli
orðgnótt eða stílsnilld heldur vegna þess að það treystir því sem blasir við
því og lætur ekki (huglaus) orð annarra setja sig út af laginu. (FA 151)
Endalaus orðræða póstmódernista er í nýjustu fotum teoríunnar og það blasir við
sjálfsöruggum talsmanni hinnar endanlegu orðræðu að sú endalausa er nakin. I
nánari útlistun á endanlegri orðræðu vísar Róbert til þess að „orðin fullkominn,
fullger, nægur, og óhagganlegur eru gefin upp sem samheiti við orðið endanlegur í
Islensku samheitaorðabókinni.“ (FA 125) Og „hávaðaskvaldur deyr út þegar einhver
hittir naglann á höfuðið“, þegar tekst „að finna fullnægjandi lausn á margræddu
og margþvældu deiluefni" (FA 123). Róbert treystir á það sem blasir við honum,
að harmleikur 20. aldar orsakist af því að fleiri menn lásu eina bók en aðra. Hins
vegar virðist mér Róbert ekki setja fram fullnægjandi lausn á margræddu og
margþvældu deiluefni heldur bernska skýringu á fyrirbæri sem er margfalt flókn-
ara en hann gefur í skyn. Þessi ofureinföldun kemur þó ekki á óvart þar eð Róbert
hefur afneitað því sem hann nefnir sjálfur hið ytra (efnahagslega, félagslega eða
pólitíska) samhengi. Skýring á harmleik 20. aldar sem víkur ekki einu aukateknu
orði að þessum þáttum getur varla talist annað en einfeldningsleg.
Öskin um að Walden en ekki Kommúnistaávarpið hefði orðið bibh'a okkar tíma
felur í sér að Róbert óski sér að menn hefðu lesið annað en það sem þeir kusu sér
til aflestrar. En hvers vegna ættu 20. aldar lesendur að láta Róbert Haraldsson
velja námsefni sitt? Einhver kynni að halda að frjálsir andar geti lesið hvað sem er
og það þurfi hvorki að aftra þeim frá því að lesa Kommúnistaávarpið ef áhuginn
er fyrir hendi né þvinga þá til að lesa Walden frekar en þeir vilji. Frjáls andi les
einfaldlega báðar bækurnar og gerir hvoruga þeirra að biblíu sinni.197 Hann beyg-
ir sig ekki undir slíka afskiptasemi og bregst við að hætti Emersons: „Ég sæki
bókalista minn ekki til einhvers páfa eða forseta. Ég les það sem mér sýnist."198
Legðu sjálfur mat á hlutina, eins og kjörorð únítara kveður á um. I umfjöllun
sinni um sjálfsrækt orðar Channing þessa einstaklingshyggju svo að „ekki ein-
196 Róbert aðhyllist einnig sálrænar skýringar á sviði sögulegra umskipta. Þannig fylgir hann ekki Foucault heldur
Stephani G. sem rekur „umskiptin frá hinni endanlegu orðræðu til hinnar endalausu ekki til ópersónulegra
hugmyndastrauma eða samfélagsstrauma [...]. Orsakanna leitar hann í því hvernig menn hafa byggt upp sinn
andlega mann. [...] Stephan G. h'tur hins vegar mcð skelfingu á þessa þróun því hann sér í henni veiklun
viljans, einstaldingseðUsins og dómgreindarinnar." (FA 141-142)
197 Að mati Georgs Brandesar („Lestur“, Heimir 1906, s. 188) verður ósk í anda Róberts litlu betri þótt bibh'unum
sé fjölgað hundraðfalt: „einfeldni er það [...] að ímynda sér, að völ sé á hundrað bókum, sem öUum væru beztar.
Því ekíd þarf mikla reynslu til að sannfærast um, að jafnvel ágætustu rit hrífa suma alls ekki, en hafa mikil
áhrif á aðra, og að rit, sem mönnum finst mikið um í ungdæmi sínu, eru einsldsverð fyrir þá hina sömu, þegar
þeir eru orðnir fuUorðnir. Það er nálega ekkert til, sem öUum og ávalt er gott að lesa.“ PáU Skúlason („Nokkur
hugtök og úrlausnarefni í túlkunarfræði“, Mál og túlkun, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1981, s.
182) víkur einnig að breytílegum áhrifum verks á „sama“ einstalding á óUkum tímaskeiðum: „verk getur haft
gerólíkt gildi fyrir mann á ólíkum tímum, aUt eftir hugarástandi hans, þroska og þekkingu.“
198 Journals of Ralpb Waldo Emerson 1820-1872,8. bindi, s. 446 (jan. 1854).