Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 218
216
Davíð Kristinsson
„jöfnuður og réttindi fái alstaðar komið í stað ójafnaðar og óréttinda."274 Það
vekur því nokkra furðu að Róbert Haraldsson skuli leggja úrvalshyggjusinnann
Nietzsche að jöfnu við hina fremur lýðræðis- og jafnréttissinnuðu transendental-
ista. Olíkt Sigríði og Vilhjálmi álítur Róbert, sem gefur hinni félagslegu hlið
kristninnar lítinn gaum, ytri forsendur ekki vera skilyrði þess að menn nái að
raungera sjálfa sig; engin félagsleg, lagaleg eða lýðræðisleg skilyrði eru fyrir því að
menn hafi raunverulegan möguleika á því að glæða og fullkomna einstaklingseðli
sitt. Þess í stað er Róbert nær Channing sem fullyrðir um Bandaríkin að „hér í
landi figgja aðaltálmarnir ekki í kjörum vorum, heldur í sjálfum oss - ekki í ytri
erfiðleikum". Tálmarnir sem Róbert sér innra með okkur eru sálrænir eiginleikar
á borð við leti og ótta. Öll vísun í ytri hindranir er að endingu lítið annað en
óheilindi, staðfesting á eigin doða og hugleysi.
Það að Róbert skuli með þessum hætti greina sig frá félagsheimspekilegri af-
stöðu Sigríðar og Vilhjálms virðist mér ekki tilkomið af því að sá fyrstnefndi sé,
eins og Sigríður ýjar að, heimspekilega skyldur Carl Schmitt, þrái sterkan for-
ingja og trúi jafnvel á nauðsyn þess að stýra múg. Hið síðastnefnda gæti fremur
átt við Nietzsche en póst-únítara á borð við Róbert sem í anda transendentalist-
anna trúir á mikilvægi þess að leysa múginn upp og gera úr fjölmenni sanna ein-
staklinga. Það er einnig ósannfærandi þegar Róbert kynnir stórmennskuskrif sín
og fjöldafyrirlitningu sem einhvers konar kantíska upplýsingu, sem væri þá varla
fjarri afstöðu Vilhjálms og Sigríðar. Þótt afstaða Róberts sé á margan hátt svipuð
afstöðu transendentalistanna er það varla einskær yfirsjón að hann líkir afstöðu
þeirra óhóflega við afstöðu Nietzsches sem einkennist af mun meiri úrvalshyggju.
I smiðju Nietzsches (og dr. Stokkmanns í Þjóðníðingi Ibsens) virðist mér Róbert
sækja róttækari úrvalshyggju en transendentalistarnir hafa upp á að bjóða. Sú
andlega úrvalshyggja sem Róbert daðrar við hefur ekki það sem hann nefnir
sjálfur yfirstéttarbrag, hún^vegsamar ekki göfugt ætterni.275 Þótt Róbert leggi
áherslu á að allir eigi af sjálfsdáðum að geta skilið sig frá múgnum á sér þó, líkt og
í hefðbundinni úrvalshyggju, stað einhvers konar upphafning á þeim „andlegu
höfðingjum“ sem hafa sagt skihð við ótta eða leti og lyft sér með sjálfstraustinu
einu saman upp á höfðinglegan tind virðingarstigans. Hinir ótímabæru andlegu
höfðingjar, sem eru alltaf langt á undan fjöldanum, hafa að einhverju leyti æðra
gildi en múgmenni og því rétt á að fordæma þau þótt slík réttindi séu ekki viður-
kennd í póst-aristókratískum samfélögum.276 Róbert er hins vegar oftast varkár í
daðri sínu við slíka úrvalshyggju og tjáir skoðanir sínar sjaldnast með beinum
hætti heldur oftast með tilvitnunum í úrvalshyggjusinna 19. aldar.
Tilraunir Róberts til að sannfæra lesandann um að fjöldafyrirlitning af þessu
tagi sé að endingu í þágu einstaklingsins er vandkvæðum bundin. Fyrirlitning
hins andlega aðals - með Nietzsche í fararbroddi - á lægri stéttunum var sjaldn-
ast vel meint vakningarfyrirlitning sem frelsa átti einstaklinga úr lágstéttunum,
274 Rögnvaldur Pctursson, Skoðuti Unitara, s. 32.
275 Það gerir hins vegar dr. Stokkmann í Þjóðniðingi (s. 366) þegar hann notar h'kingu um loðhund „sem í marga
ætdiði hefur alið aldur sinn á höfðingssetri, fengið gæðamat, hlustað á ljúfar raddir og fagra tónlist."
276 Sjá t.d. eftirfarandi orð Róberts: „fjöldinn getur ekki sætt sig við hugmyndina um virðingarröð manna á meðal
og má ekki heyra á sh'kt rninnst." (Plotting Against a Lie, s. 87)