Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 21
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
19
hjá tveimur formönnum. Ég veit ekki hversu mikið þeir rökræða sín á milli eða
hvernig það gerist, en við eigum mikið ólært.
Brynhildur: Andstæðurnar eru ekki alveg jafn skýrar núna og þær voru fyrir
nokkrum árum, en fyrir nokkrum árum var beinlínis talað um samræðupólitík
og framkvæmdapólitík eða athafnapólitík og þetta voru algerar andstæður. Og
framkvæmdapólitíkusarnir gerðu mjög h'tið úr samræðupólitík. Hvaða tilgangi
þjónar það að tala og tala og tala og tala og koma aldrei neinu í verk. Og það er
vissulega áhyggjuefni ef þetta er hugmyndin á bak við samræðupólitíkina. En það
var enginn vilji til að sjá að það væri löng leið þarna á milli og ótal útfærslur á
einhverju miUibili ...
Hreinn:... og sameiginlegir hagsmunir allra.
Róbert: Maður upplifir það þannig að fólk skilji ekki að það gerist eitthvað í
samræðu. Það gerist eitthvað þar sem við komum að borðinu. Við erum að fara
að íjalla um eitthvað málefni og við hreinlega vitum ekki alveg hvað við ætlum að
gera. Svo förum við að ræða um þetta og þá koma alls konar sjónarhorn upp og
við sitjum uppi með fullt af hlutum sem við getum unnið úr og það var eitthvað
miklu meira en ég hefði getað hugsað einn eða nokkur annar.
Brynhildur: Nú hafa Islendingar áhuga á því að fara að læra hvað gagnrýnin hugs-
un er og eins og Lipman skilgreinir hana þá er lykilþáttur í henni að hún leiðréttir
sjálfa sig. Og ég held að ef við gætum kennt sjálfum okkur og vanið okkur á að
góð hugsun, gagnrýnin hugsun, leiðréttir sjálfa sig, væri það mjög stórt skref fram
á við. Bara að viðurkenna þetta sem góðan hlut, að hugsun sem leiðréttir sig í ljósi
raka og nýrra upplýsinga, það er góð hugsun, það er þroskamerki. Ég held að þetta
sé þessi hræðsla við að hafa rangt fyrir sér, eins og fyrir pólitíkusinn sem getur
ekki skipt um skoðun opinberlega, það er niðurlægjandi fyrir hann, hann setur
niður ef hann þarf að gera það. Þetta er hindrun, hindrun á vegi hugsunarinnar.
Róbert: Þetta er spurning um einhvers konar uppeldi, menntunaratriði.
Hreinn: Þetta er spurning um viðhorf líka. Mér verður oft hugsað til sögu sem ég
hef margoft sagt og hef sjálfsagt sagt ykkur báðum áður, en hún dúkkar alltaf upp.
Það hafði einu sinni samband við mig útvarpskona og spurði hvort hún mætti
koma og taka viðtal við krakkana í Heimspekiskólanum og ég hugsa með mér:
„Mér veitir ekki af auglýsingunni og best að samþykkja þetta, en fjandakornið
nú er einn tími farinn í kjaftæði og rugl.“ Hún kemur þarna og ræðir við mig og
ég var sjálfsagt eitthvað „grumpy", en hvað sem því líður segi ég við hana: „Og í
guðanna bænum farðu svo ekki að spyrja krakkana hvað heimspeki sé. Sú spurn-
ing hefur ekkert komið upp hér og ef hún kæmi upp þá myndum við fjalla um
hana en þetta gengur ekkert út á það að uppfræða börnin um hvað heimspeki er.“
Svo fer viðtalið af stað og er miklu betra en ég átti von á og hún gerði þetta bara
ágætlega, en undir lok viðtalsins þá segir hún: Jæja krakkar, getið þið svo sagt
mér hvað heimspeki er?“ Og ég hugsa með mér „úff‘ [hlær\. Ég get svarið það að
við höfum sjálfsagt ekki verið búin að hittast nema þrisvar eða fjórum sinnum, en