Hugur - 01.06.2010, Síða 33
Fagurfrœði náttúrunnar
3i
sem listasögu og hefðir, aðferðir listgagnrýni og tillit til sköpunarhæfileika. Nið-
urstaða margra var að upplifun af náttúrunni væri af þessum ástæðum einfaldlega
ekki fagurfræðileg. Hepburn bendir á að á fyrri hluta 20. aldar var fagurfræðing-
um mikið í mun að renna sterkari stoðum undir fræðigreinina og þeir hafi þess
vegna stefnt að því að setja fram heildstæða kenningu um fagurfræði sem gæti
átt við um allar listir.5 En náttúran var of óh'k listunum til þess að ein heildstæð
kenning gæti átt við um bæði listir og náttúru og því var hin síðarnefnda sett til
hliðar. Hepburn gagnrýndi þetta viðhorf í áðurnefndri tímamótagrein sinni frá
1966, „Fagurfræði samtímans og vanrækslan á náttúrufegurð", og benti á að í stað
þess að h'ta svo á að af þessum sökum gæti náttúran ekki orðið viðfangsefni fag-
urfræði ættu menn frekar að h'ta svo á að þörf væri á að víkka út hina hefðbundnu
fagurfræði; með því að vanrækja náttúruna væru fagurfræðingar að missa af mik-
ilvægum þætti í fagurfræðilegri reynslu sem gæti leitt til nýrrar þekkingar. Hepb-
urn velti m.a. fyrir sér hvort greining á fagurfræði náttúrunnar myndi ekki breyta
skilningi manna á fagurfræði almennt; hann lagði áherslu á að til þess að skilja
fagurfræði og fagurfræðilega upplifun þyrfti að taka tillit til allra fagurfræðilegra
upplifana, ekki bara upplifana af listum.
Þessi spurning um samband fagurfræði lista og náttúru hefur síðan orðið ein af
grundvaUarspurningum náttúrufagurfræðinnar og sumir hafa jafnvel haldið því
fram að með örum breytingum í hstheiminum sé listin sífellt að verða h'kari um-
hverfi og því geti umhverfis- og náttúrufagurfræðin blásið ferskum vindum um
hstfagurfræði. I grein sinni „List, umhverfi og mótun reynslunnar" fjallar Arnold
Berleant um þessi nýju tengsl listfagurfræði og náttúrufagurfræði.6 Þar bendir
hann á að hefðbundin viðmið Ustheimsins hafa verið í sífelldri endurskoðun á 20.
öld með öllum þeim nýjungum sem þar hafa átt sér stað. Málaralistin tekst á við
ný og óhefðbundin viðfangsefni, þar sem jafnvel er notast við texta með málverk-
inu sem hefur brotist út fyrir rammann og strigann; skúlptúrar eru stærri svo að
áhorfandinn getur jafnvel gengið á þeim, í gegnum þá og inn í þá; tónlist fer nýjar
leiðir í tónmyndun ýmist með raftækni eða með því að nota hávaða og önnur
óhefðbundin hljóð. Dans, rithst, leikhús; allt þetta hefur tekið gífurlegum breyt-
ingum sem leiða til þess að það hvernig við upphfum hstir breytist stórkostlega.
Listamenn hafa brotið upp margar hefðir og venjur, notað ný efni og aðferðir og
jafnvel brotið upp hin hefðbundnu tengsl á milli hstamanns, verks og áhorfanda.7
Berleant bendir á að hlutverk fagurfræðinnar hljóti að vera að reyna að ná yfir
þessar breytingar, að útskýra þær og skýra hvernig fagurfræðileg upplifun breytist
í samræmi við breytingar á listheiminum.
Að mati Berleants er ein af mikilvægustu breytingunum sem hafa orðið í list-
R.W. Hepburn. 1966/2004. „Contemporary Aesthetics and the Neglect of Natural Beauty“ í The
Aesthetics ofNatural Environments. Ritstýrt af A. Berleant og A. Carlson. Broadview. Bls. 44.
6 A. Berleant. 2002. „Art, Environment and the Shaping of Experience" í Environment and the
Arts: Perspectives on EnvironmentalAesthetics. Ritstýrt af A. Berleant. Ashgate Publishing.
7 Dæmi um þetta er leikverkið Hnykill í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur sem sýnt var í
Reykjavík í nóvember og desember 2009. í stað þess að áhorfandinn væri aðskilinn frá verkinu í
sæti sínu í salnum var hann leiddur í gegnum leikverkið, inn í sviðsmyndina, inn í samskipti við
leikarana og sviðsmyndina. Sjá: http://lmykill.blogspot.com.