Hugur - 01.06.2010, Síða 34
32
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
heiminum sú að listin er farin að teygja sig út í umhverfið, hvort sem það er nátt-
úrulegt umhverfi eða borgammhverfi.Tengslin á milli listarinnar og umhverfisins
em alltaf að verða meira áberandi og þetta stækkar ekki aðeins svið listarinnar
heldur breytir í raun kjarna hennar. Hefðbundin listfagurfræði gerir ráð fyrir að
listaverkið sé afmörkuð heild, römmuð inn af striga, sviði, listasafni eða leikhúsi,
og að fagurfræðileg reynsla einskorðist oft við upplifun af yfirborðseiginleikum,
af því að upplifa liti, hljóð, form, hreyfingu - sjón og heyrn eru þau skynfæri sem
lcika aðalhlutverkið. En breytingar á list og listupplifun hafa fyrir löngu sprengt
utan af sér þessa ramma; list getur í dag verið fólgin í hlutum og aðstæðum sem
ekki er auðvelt að skilgreina og afmarka.8 Sjón og heyrn eru ekki lcngur einu
skynfærin sem skipta máli í fagurfræðilegri upplifun; áhorfandinn stendur ekki
lengur utan við og horfir heldur tekur þátt sem heill, skynjandi líkami. Listin
lætur sér ekki nægja lengur að vera inni á söfnunum, hún er komin út í umhverfið
líka; áhorfendurnir stíga út fyrir listasafnið og sjá fagurfræðilega eiginleika í um-
hverfinu. Samkvæmt Berleant leiðir þessi þróun okkur inn á nýjar brautir þar
sem við nálgumst listaverk ekki lengur sem aðskilda og sérstaka hluti heldur sem
aðstæður sem við göngum inn í og tökum þátt í.
Ahorfandinn hefur fengið hlutverk þátttakanda í listaverkinu; stundum göng-
um við inn í listaverkið, tökum þátt í sköpunarferlinu, flytjum listina inn í vinnu-
umhverfi okkar og gerum fagurfræðilega eiginleika að hluta af okkar daglega h'fi.
Þessi þróun í listheiminum kallar á samskonar þróun í listfagurfræði og Berleant
bendir á hvernig umhverfis- og náttúrufagurfræði getur opnað nýjar leiðir til þess
að hugsa listfagurfræði upp á nýtt. Fagurfræðileg upplifun af náttúrunni er i eðli
sínu upplifun af umhverfi sem við erum í, en horfum ekki bara á, við upplifum
náttúruna fagurfræðilega þegar við göngum eftir göngustíg eða róum niður á, og
þá eru það öll skilningarvitin sem skapa upplifunina; hljóðin, lyktin, vindurinn
og hiti sólarinnar. Með því að skoða listfagurfræði frá sjónarhóli umhverfis- og
náttúrufagurfræði er að mati Berleants betur hægt að gera grein fyrir list sem
hefiir sprengt utan af sér rammann, og áhorfanda sem upphfir list sem h'kamlegur
þátttakandi en ekki sem aðskilinn hugur.
II— Vitrænar kenningar
Allen Carlson er sá heimspekingur sem hefiir skrifað hvað mest um náttúrufag-
urfræði og segja má að með sinni kenningu hafi hann átt þátt í að móta um-
ræðuna innan fræðasviðsins; fylkingarnar tvær, sú vitræna og skynræna, hafa í
raun myndast í kringum vitræna nálgun hans.9 Kenning hans var ein af fyrstu
heildstæðu kenningunum í náttúrufagurfræði og vegna þess hve afdráttarlaus af-
staða Carlsons er, hafa aðrir fagurfræðingar þurft að bregðast við skrifum hans á
einn eða annan hátt. Kenning Carlsons er í raun viðbragð við þeirri hugmynd að
8 Berleant tekur vídeólist og rafræna miðla sem dæmi um þessar nýju víddir og einnig umhverfislist
listamannanna Christo og Smithson sem hafa í verkum sínum endurskapað liluta af yfirborði
jarðarinnar.
9 A. Carlson. 2000. Aesthetics and the Environment. London & New York: Routledge.