Hugur - 01.06.2010, Síða 41
Fagurfræði náttúrunnar
39
tilfinningar inn í myndina er sú að hann telur þær of huglægar og persónulegar
til þess að geta myndað grundvöll hlutlægra dóma. En Carroll bendir á að það að
bregðast tilfinningalega við náttúrunni er alveg eins og að bregðast tilfinningalega
við öðrum aðstæðum. Þegar við bregðumst við tilfinningalega er það alltaf eitt-
hvað sem við erum að bregðast við; við erum hrædd við eitthvað, reið við einhvern
o.s.frv. Þegar við ædum almennt að útskýra tilfinningar okkar verðum við alltaf að
vísa til þessa einhvers sem tilfinningin er viðbragð við. A grundvelli þessa er hægt
að segja að tilfinningin sé viðeigandi viðbragð eða ekki; ef ég stend frammi fyrir
öskrandi ljóni er hræðsla viðeigandi viðbragð. Það sama gildir um tilfinningaleg
viðbrögð við náttúrunni, við vísum til eiginleika einhvers sem veldur tilfinning-
unni og á grundvelli þess er fagurfræðilegur dómur gildur: „Að öllu jöfnu er það
viðeigandi tilfinningalegt viðbragð að verða gripinn spennu vegna mikilfengleika
einhvers sem maður trúir að sé gríðarstórt. Enn fremur, ef sú fullyrðing að vatns-
fallið sem maður stendur frammi fyrir sé gríðastórt er einnig sönn fyrir öðrum,
þá er hið tilfinningalega viðbragð að verða spenntur yfir mikilfengleika fossins
hlutlægt viðbragð. Það er ekki huglægt, afskræmt eða afvegaleitt".25
Emily Brady hefiir einnig gagnrýnt Carlson fyrir að leita langt yfir skammt í
leit sinni að grundvelli fagurfræðilegra dóma sem samsvarar þekkingu á listheim-
inum. I stað þess að huga að öðru listrænu samhengi fer hann yfir í þekkingu
sem er gjörólík listum og hefur verið talin andstæðan við list. Fyrst samhengið
er fagurfræðilegt væri að hennar mati eðlilegra að leita í þekkingar- og reynslu-
smiðju þeirra sem hafa helst beint athygli sinni að fagurfræðilegum eiginleikum
náttúrunnar, t.d. ljóðskálda, myndlistarmanna, ljósmyndara, umhverfislistamanna.
Ásamt þeim sem dvelja í náttúrunni hafa þessir aðilar h'klega þróað með sér að
minnsta kosti jafnmikla, og Hklega meiri, fagurfræðilega næmni fyrir ákveðnum
stöðum en vistfræðingar eða h'ffræðingar hafa gert. Hversvegna ætti vísindaleg
þekking að skipta meira máh fyrir fagurfræðilega upplifim en þekking á einlæg-
um lýsingum skálda eins og Wordsworths á náttúruupphfun? Þekking á listræn-
um lýsingum á náttúrunni er til þess fallin að auka ímyndunarafl okkar, en Brady
telur einmitt að ímyndunaraflið leiki eitt af mikilvægustu hlutverkunum í fagur-
fræðilegri upplifun af náttúrunni.26
Það sem flestir af þeim höfundum sem hafa verið flokkaðir innan skynrænu
fylkingarinnar eiga sameiginlegt er að þeir vilja ekki takmarka fagurfræðilega
upplifun með því að grundvalla hana einungis í vísindalegri þekkingu. Þeim finnst
meira viðeigandi að leita að rétta samhenginu til að útskýra fagurfræðilega upp-
hfun á sviði tilfinninga, ímyndunarafls og skynjunar; það virðist blasa við að það
sé vel hægt að upplifa ölduniðinn á fagurfræðilegan hátt án þess að vita hvernig
öldur hegða sér straumfræðilega. Flestir höfundarnir fallast á að vísindaleg þekk-
ing geti stundum átt þátt í og jafnvel dýpkað fagurfræðilega upplifun en vilja
ahs ekki takmarka upplifunina við þennan þátt. í hugum margra þeirra hefur
fagurfræðileg upphfun margar hliðar sem hafa mismunandi hlutverkum að gegna
og tengjast á marga vegu. Ronald Hepburn er einn þeirra en samkvæmt hon-
25 Sama rit, bls. 258.
26 E. Brady. 2003.Aesthetics of the Natural Environment. Edinburgh University Press.