Hugur - 01.06.2010, Síða 52
5°
Vilhjálmur Arnason
ing í hugtakið siðfræði: Hann gerir greinarmun á (i) siðferði sem keríisbundn-
um siðaboðum og bönnum sem einstaklingar búa við; (ii) raunverulegri hegðun
einstaldinga sem lúta þessum boðum og bönnum. Þessi tvö fyrstu stig tengj-
ast sjálfsmyndun eða þegnmótun einstaldinga í þeim skilningi að einstaidingar
eru ávabt hnepptir í viðjar hins viðurkennda (sbr. i) en jafnframt er manneskjan
sjálfsvera sem gengst undir regluverkið og tilcinkar sér það eða innbyrðir með
þýlyndri hegðun. Þriðji þáttur siðferðis varðar það aftur á móti (iii) hvernig ein-
staldingar mynda sjálfa sig andspænis þessum siðaboðum og tengjast sjálfum sér
í sjálfsíhugun, sjálfsþekkingu og sjálfskönnun.27 Foucault sér siðfræði einkum út
frá „tengslum sjálfsins gagnvart sjálfinu", í viðleitni einstakbnga til að skapa eða
endurskapa sjálfa sig með hbðsjón af þeim mörkum sem siðaboðin setja þeim á
hverjum tíma. Þessa viðleitni áb'tur hann að megi greina í ljósi fjögurra megin-
spurninga: Hvaða hluti manns er efnividur þessarar sjálfsvinnu? Með hvaða hcetti
tekst maður á við verkefnið? Hvaða sjálfsögunartaÆ«z hefur maður úr að spila?
Hver er tilgangur manns með viðleitninni, hvers konar lífi vib maður lifa?28
Ob'k menningarsvæði og menningarsöguleg tímabil bjóða fólki upp á mismun-
andi valkosti í þessu tilliti, óbk tilbrigði svara við þessum spurningum. Foucault
lítur sérstaklega til Forngrikkja sem hann segir að hafi lagt stund á fagurfræði
tilvistarinnar. Lífshst forngrískra frjálsra karlmanna miðaði einkum að sjálfstjórn,
ekki síst vegna þess að „sá sem átti að stjórna öðrum varð að hafa fubkomna
stjórn á sjálfum sér“.29 Foucault dvelur sérstaklega við þetta tímabil vegna þcss að
hann telur hina forngrísku lífernisbst vera afrakstur af sjálfsaga, fegurðarsmekk
og persónulegum ákvörðunum. I stað þess að ritskoða langanir sínar í ljósi gef-
inna fyrirmæla um hegðun var mælikvarðinn fegurð sálarinnar sem laut eigin
lögmálum hófstilbngar og sjálfstjórnar.30
Þetta breyttist að mati Foucault með kristninni þar sem stofnanabundin yfirráð
yfir einstaklingsmyndun urðu absráðandi. Jafnframt því sem einstaklingar skyldu
fylgja algildum siðaboðum sem áttu rætur í boðum Guðs var þeim gert að kanna
hug sinn og hreinsa hann af forboðnum hvötum og löngunum (kynlífið var og er
að mati Foucault jafnan méginviðfangsefni játninga31). Þessi nýja sjálfsögunar-
tækni hafði því ekki eiginlega sjálfstjórn að markmiði, eins og hjá Forngrikkjum,
heldur sjálfsafneitun og undirgefni við lögmál Guðs og geistleg yfirvöld. Menn
hófu að leggja mælikvarða smásmyglislegra fyrirmæla um siðferðilega hegðun á
langanir sínar og gengu þannig í grundvallaratriðum gegn lögmálum fagurfræði
tilvistarinnar.32
A nýöld dró að mati Foucault mjög úr valdi kirkjunnar en þau stýrikerfi sjálfs-
myndunar sem höfðu byggst upp í samfélaginu tóku á sig veraldlegt snið (dæmi:
27 Michel Foucault: The Use of Pleasure, ensk þýðing Robert Hurley (New York: Vintage Books
1990), bls. 25-29.
28 Sama rit, bls. 26-28.
29 Sama rit, bls. 80.
30 Sama rit, bls. 89-91.
31 Michel Foucault: The History ofSexuality. An Introduction, ensk þýðing Robert Hurley (Harm-
ondsworth: Penguin Books 1990), bls. 61.
32 Foucault: 7he Use of Pleasure, bls. 92.