Hugur - 01.06.2010, Page 69
Leikur, list og merking
67
Fegurðarblinda er raunar ekki einangrað fyrirbæri heldur er hún einungis afbrigði
af almennri gildablindu - blindu sem einkennist af því að maður sér ekki verðmæti
í öðru en því sem birtist manni sem eigin hagsmunir.201 sinni verstu mynd birtist
sh'k blinda í því að hvað eina sem fyrir augu ber - hvort heldur listaverk, náttúra
eða aðrar manneskjur - birtist manni ýmist sem takmark, eitthvað sem þarf að
komast yfir, eða sem tæki til að ná gefnu marki. Slík blinda veldur því að þeir sem
eru slegnir henni sjá ekki hvað eru raunveruleg verðmæti. Hið óhóflega þrönga
‘verðmœtahugtak þeirra sem slegnir eru slíkri gildabhndu leiðir óhjákvæmilega til
óhóflega þröngs hags?nunahugtaks; menn leggja að jöfnu pað sem e'g tel hagsmuni
mína ogpað sem eru í raun hagsmunir mínir. Merkingarheimur slíkrar manneskju
er fábrotinn og gildismatið einstrengingslegt - hún er, með orðum Guðmundar
Finnbogasonar, andlegur þykkskinnungur.
List, leikur og nám
I greininni „Aesthetics and the educative powers of art“ rekur Noél Carroll
hvernig menn hafa talið það nánast augljóst að list hafi sérstakt menntunargildi.
Hann rekur h'ka að frá því á 18. öld hafi heimspekingar gert greinarmun á hin-
um fögru hstum og hinum gagnlegu listum, og hafnað því að menntunargildi
væri mikilvægur eiginleiki hinna fyrri. Það sem einkenndi hinar fogru listir væri
möguleiki þeirra til að vekja upp sérstakar fagurfræðilegar tilfinningar - jafnvel
fagurfræðilegan unað. Menntunargildi hinna fögru lista var álitið fullkomlega
óháð hstrænu gildi þeirra; algjörlega tilviljunarkenndur eiginleiki listaverks og á
engan hátt mikilvægur fyrir hstrænt gildi þess. Hér birtist því ákveðin togstreita á
milli nútímans, sem gerir skýran greinarmun á listrænu gildi og menntunargildi,
°g fornaldarinnar, sem hafði lagt áherslu á menntunargildi listanna.
Mikilvægi menntunargildis hstanna í hugarheimi fornaldar birtist glöggt hjá
Hórasi sem lagði áherslu á möguleika hstar almennt, en ekki síst ljóðlistar, til að
mennta börn og ungmenni. Svipaða sögu má segja af Platoni, sem fjallar m.a. um
efnið í Ríkinu. Um menntunargildi hsta segir Carroll:
List er sérstaklega öflug leið til að miðla siðmenningu þjóðar. List stendur
einstaklega vel að vígi vegna þess að venjulega snýr hún sér ekki einungis
að vitsmununum með sértækar upplýsingar, heldur beinir sjónum sínum
að hinu skynræna og fær tilfinningarnar með í spilið; ánægju, geðshrær-
ingar, skynjun, minni og ímyndunarafl. Þess vegna er sú þekking sem list
lætur í té, þegar hún gerir það, þrykkt á margar víddir einstaklingsins,
sem aftur gerir það auðveldara að nálgast þekkinguna síðar. Listin getur,
Slíkri gildablindu er oft markvisst viðiialdið með tæknilegri orðraeðu, þ.e. orðræðu sem er lokuð
og viðurkennir ekki nema ákveðin gildi og hafnar öðrum. Sjá um þetta efni grein Jóns Olafssonar
„Siðfræði andstöðunnar og ævintýrið miida“, Skímir, haust 2006.