Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 74
72
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
hlutlæg; fegurðin á sér þennan „skrýtna og öðruvísi"3 stað inn á milli huglægni og
hlutlægni sem hefur verið kallaður samhuglægni (e. inter-subjectivity). Samkvæmt
Johnson er mikilvægt að veita þessum skrýtna stað meiri athygli í vestrænni hugs-
un:
Hvarf fegurðarhugtaksins á okkar tímum úr heimspekilegri hugsun er
stórkostlegur missir. Það hefur skilið okkur eftir berskjölduð fýrir þeirri
hættu sem fylgir tvískiptri hugsun og lifnaðarháttum: hugsun þar sem
aðskilnaður vitundar og viðfangs ræður ríkjum í heimspeki og vísindum,
og lifnaðarháttum þar sem menn cru aðskildir frá náttúrunni og hver
frá öðrum. Hin heimspekilega tvíhyggja vitundar og viðfangs liggur til
grundvallar skiptingunni i vestrænni menningu á milli anda og efnis,
sjálfs og heims, hugar og líkama, manna og dýra, náttúru og tækni, lands-
lags og eignar, stjórnenda og stjórnaðra. Andstætt þessu fer upplifunin
af fegurð handan tvískiptingar vitundar og viðfangs, og í henni er falin
heimspekileg greining bæði á margbreytileika og einingu.4
Af þessum orðum Johnsons má sjá að fyrir honum er fegurðarhugtakið alls ekki
gagnslaust; þvert á móti er það mikilvægur þáttur í þörfu endurmati á þeirri veru-
fræði og mannskilningi sem vestræn hugsun á rætur sínar í. I hinum hefðbundna
skilningi á fegurð vísar hún einkum til forms og útlits og upplifunin af fegurð á að
vera hagsmunalaus (e. disinterested) og fjarlæg. Hinn fyrirbærafræðilegi skilningur
Johnsons á fegurð er af öndverðum meiði þar sem hugtakið vísar ekki bara til
forms og annarra skynrænna þátta (litar, hljóðs, lyktar) heldur líka til ákveðinna
tengsla á milli vitundar og viðfangs; hér er engin fj arlægð til staðar heldur þvert á
móti viss opnun á milli vitundar og viðfangs. Þegar við upplifiim fegurð opnum
við okkur fyrir viðfanginu á einstakan hátt að mati Johnsons; eins og við munum
sjá betur hér á eftir telur hann felast í fagurfræðilegri upplifun viss löngun eða
þrá sem er ekki löngun eftir því að eignast eða komast yfir, stjórna viðfanginu og
hlutgera það, heldur er það „svalari" og jákvæðari þrá sem byggist á umhyggju og
því að vera opin fyrir því að skynja viðfangið sem „það sjálft“, en ekki sem eitthvað
annað sem vitundin eignar sér og stjórnar.
Auk þess að leggja til þennan endurhugsaða skilning á fegurðarhugtakinu þar
sem upplifunin af fegurð er ekki slitin frá tilfinningum og löngunum eins og
hefðbundna hugmyndin um hagsmunalausa fegurð gerir ráð fyrir, og benda á
hvernig umræðan um fegurð getur gagnast í leitinni að hugsun handan tvíhyggju,
færir Johnson einnig rök fyrir því að tvíhyggjan sem hefur einkennt umræðuna
um tvenndarparið fegurð og hið háleita eigi ekki endilega rétt á sér. Um þetta er
femíníski heimspekingurinn Bonnie Mann sammála honum, en bæði halda þau
því fram að fegurðin og hið háleita renni saman í eitt á þeim augnabhkum þegar
upplifunin af fegurð verður kraftmikil, mikilfengleg og dulúðug. Samkvæmt hefð-
3 Sama rit, bls. 6. Johnson vísar hér í Immanuel Kant. 1987. Critique of Judgment. Þýtt af Werner S.
Pluhar. Indianapolis: Hackctt. 7. hluti, bls. 41.
4 Sama rit, bls. 5.