Hugur - 01.06.2010, Page 75
Háleitfegurð
73
bundnum hugmyndum um þetta tvenndarpar er fegurðin tengd hinu kvenlæga
á meðan hið háleita er staðsett á karllægu hUðinni sem kraftmikil upplifun þar-
lægrar vitundar sem öðlast skilning á eigin mætti yfir viðfanginu í gegnum upp-
lifunina. I bók sinni Womerís Liberation and the Sublime: Feminism, Postmodernism,
EnvironmenP leggur Mann til nýjan, femínískan skilning á hinu háleita þar sem
hin háleita upplifun, eins og fegurð í skilningi Johnsons, skapar sterk tengsl á
niilli vitundar og viðfangs. Hin háleita reynsla „kastar" manni í tengsl við hinn (e.
the other), hvort sem það er annað fólk eða náttúran, umhverfið, jörðin. I stað þess
að hin háleita reynsla sh'ti vitundina frá viðfanginu og staðsetji hana fyrir ofan það
(eins og hinn hefðbundni karllægi skilningur gerir ráð fyrir), leggja bæði Johnson
°g Mann áherslu á að bæði upplifanir af hinu háleita og fegurð séu upplifanir sem
gera okkur kleift að sjá okkur sjálf sem verur í tengslum við aðra og heiminn.
Hér á eftir verður veitt innsýn í skrif þessara tveggja hugsuða með það að mark-
tniði að sjá hugtökin fegurð og hið háleita í nýju ljósi. I fyrsta hluta verður fjallað
nm hugmyndir Johnsons um fegurð og rætur þeirra í heimspeki Merleau-Ponty
°g í seinni hlutanum verður fjallað um tengsl fegurðar og hins háleita, eða háleita
fegurð, út frá hugmyndum bæði Mann og Johnsons. í lokin verður stuttlega fjallað
um hvernig þessar túlkanir á fegurð og hinu háleita geta gagnast til þess að greina
°g skilja fagurfræðilega upplifún af íslenskri náttúru.
/ - Fegurðarprá: að opna sigjyrir hinum
Eins og áður sagði byggir Johnson skilning sinn á fegurðarhugtakinu á heimspeki
°g verufræði Merleau-Ponty. Þrátt fyrir að Merleau-Ponty hafi aldrei sett fram
heildstæða fagurfræði eða skilgreiningu á fegurð telur Johnson að verufræðilegar
hugmyndir hans beri í raun með sér ákveðna fagurfræði, sem ætti ekki að koma á
ovart þar sem sú verufræði sem Merleau-Ponty setti fram í síðustu skrifúm sínum
var að miklum hluta byggð á hugleiðingum hans um listamenn og sköpun þeirra.6
Onnur ástæða þess að Johnson ákveður að nýta sér hugmyndaheim Merleau-
Ponty er að hann er sá heimspekingur sem hefúr komist lengst með að þróa
frumlega verufræði sem fer með greiningu sinni á skynjun handan við tvíhyggju
vitundar og viðfangs. Þar sem upplifún af fegurð er einmitt talin liggja á þessum
,,skrýtna“ stað handan skilanna á miUi vitundar og viðfangs ætti sh'k verufræði
handan tvíhyggju að geta varpað ljósi á fegurðarhugtakið og staðsetningu þess.
Sú fagurfræðilega heimspeki sem finna má í skrifúm Merleau-Ponty er í raun
fhgurfræði sem á rætur sínar í upprunalegri merkingu gríska orðsins aisthesis, sem
þýðir skynjun; hún fjallar ekki bara um fagurfræðilega dóma eins og sú fagurfræði
sem þróaðist út frá hugmyndum Baumgartens í Aesthetica frá 1750, heldur þaliar
hún um allar hliðar skynrænnar reynslu. í þessu samhengi væri eflaust meira
Bonnie Mann. 2006. Womerís Liberation and the Sublitne: Feminism, Postmodemism, Environment.
6 Oxford University Press.
Gott yfirlit yfir verk Merleau-Ponty sem fjalla um listir má finna í: Galen A. Johnson (ritstj.).
r993* The Merleau-Ponty Aesthetics Reader: Philosophy and Painting. Evanston, Illinois: Northwes-
tern University Press.