Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 77
Háleitfegurð
75
og heimurinn eru sama holdið. En hvað á hann við með þessu dularfiilla hugtaki
holdi
Holdið er ekki efni [...] það er ekki staðreynd eða safn „efnislegra" eða
„andlegra“ staðreynda. Það er heldur ekki framsetning fyrir huga [...].
Holdið er ekki efni, það er ekki hugur. Til að staðsetja það þurfum við á
gamla hugtakinu „frumefni" að halda, í sama skilningi og það var notað
til að tala um vatn, loft,jörð og eld, það er, í skilningi almenns hlutar, mitt
á milli einstaklingsins í tíma og rúmi og hugmyndarinnar, einskonar h'k-
amnað lögmál sem ræður hætti verundar hvar sem verund finnst. Holdið
er í þessum skilningi „frumefni" verundarinnar.9
Hold má þá ef til vill skilja sem hið ósýnilega andrúmsloft; þá ósýnilegu dýpt
þess sýnilega sem verður til í samspili líkamans og veruleikans. í hugtakinu hold
kemur Merleau-Ponty að kjarna málsins; endurskilgreiningunni á hugmyndum
okkar um vitund og viðfang. Það að líkaminn tilheyri bæði vitund og viðfangi
opnar fyrir okkur nýja sýn á veruleikann:
Við segjum þess vegna að h'kami okkar sé vera sem hefur tvær hhðar,
frá einni hliðinni er hann hlutur á meðal hluta og frá hinni það sem sér
þá og snertir; við segjum, vegna þess að það er augljóst, að hann sam-
eini þessa tvo eiginleika innra með sér, og það að hann tilheyrir bæði
„viðfangi" og „vitund“ afhjúpar fyrir okkur óvænt tengsl á milli þeirra
tveggja. Það getur ekki verið einhver óskiljanleg tilviljun að líkaminn hafi
þessa tvöföldu tilvísun; það kennir okkur að hvort um sig kallar á hitt.10
Þegar við leyfum okkur að veita því athygU hvernig við erum líkamar og hvern-
ig líkamar okkar veita okkur aðgang að veruleikanum í gegnum skynjunina sjáum
við að veruleikinn verkar á einhvern hátt á skilningarvitin. Það er ekki þannig að
skilningarvitin vinni sjálfstætt að því að teikna huglæga og einstaklingsbundna
otynd af veruleikanum, heldur varpar veruleikinn sér á skilningarvitin og mótar
þá sýn sem þau nema:
Ef [líkaminn] snertir bæði og sér er það ekki vegna þess að hann hefur
hið sýnilega fýrir framan sig sem viðföng: það umkringir hann, dregur
úth'nur augnaráðs hans og handa innan og utan frá. Ef hann snertir hið
sýnilega og sér er það einungis vegna þess að hann er af sömu fjölskyldu,
sjálfor sjáanlegur og snertanlegur, og notar þess vegna sína eigin verund
til þess að taka þátt í verund þess sýnilega, vegna þess að báðar verundir
eru frummynd hverrar annarrar, vegna þess að líkaminn tilheyrir verund
hlutanna þar sem heimurinn er hold.11
Sama rit, bls. 139.
t Sama rit, bls. 137.
Sama stað.