Hugur - 01.06.2010, Síða 83
Háleitfegurð
81
Mann að enduruppgötva hið háleita með því að leita í reynsluheim nútímans og
brjóta upp hinn hefðbundna karllæga skilning á hugtakinu.
Mann skoðar sérstaklega tvær hliðar á hinni háleitu reynslu sem hún kallar hið
frelsandi háleita (e. the liberatory sublime) og hið náttúrulega háleita (e. the natural
sublime). Hún tekur reynsluna af hvirfilbylnum Katrinu sem dæmi um hið nátt-
urulega háleita: þeir sem horfðu á hvirfilbylinn úr öruggri fjarlægð var „kastað“
inn í bráða og ógnvekjandi meðvitund um það hversu háð við erum náttúrunni
°g hverju öðru. Þetta er kraftmikil reynsla sem afhjúpar tengslin á milli manns
°g náttúru frekar en að hylja þau.21 Hið frelsandi háleita er önnur hlið á sama
teningi; hér er það reynsla sem brýtur niður múrana á milii fólks. Þetta er reynsla
sem lyftir hulunni og gerir okkur meðvituð um alla þá óteljandi hina sem við
tengjumst og treystum á en gleymum að séu til í einstaklingsmiðuðum hversdags-
leikanum; þetta er augnablikið þegar við verðum meðvituð um hver bjó til tölvuna
fyrir framan okkur, fötin sem við erum í, kaffið sem við drekkum. Um leið gerum
við okkur grein fyrir að við erum ekki ein í heiminum heldur órjúfanlega tengd
öllum hinum einstaklingunum sem byggja jörðina; með neyslu minni á kaffi hef
eg áhrif á h'f annarra raunverulegra einstaklinga og því felst mikil ábyrgð í öllum
niínum hversdagslegu gjörðum.22
Kjarninn í hinum femíníska skilningi Mann á hinu háleita eru þannig tengshn
sem hin háleita reynsla „kastar“ okkur inn í á meðan hinn karllægi skilningur
snýst um að rjúfa þessi tengsl. En hvar kemur fegurðarhugtakið við sögu í þessum
nýja skilningi á hinu háleita? Það ætti að vera ljóst að það er margt sameiginlegt
með skilningi Johnsons á fegurð og þessum hugmyndum Mann um hið háleita.
Fegurð hjá Johnson er jú reynsla sem felur í sér að opna sig fyrir hinum, hvort sem
það er önnur manneskja eða náttúran; alveg eins og í hinni háleitu reynslu getum
við ekki annað en séð, heyrt, ffindið hver hinn er í raun og veru og eitt af því sem
hlýtur þá að afhjúpast fyrir okkur eru hin órjúfanlegu tengsl sem eru til staðar á
milli okkar og hins. Samkvæmt Johnson gildir það sama um hið háleita og feg-
Urð; í báðum tilvikum á reynslan sér stað á milli okkar og heimsins: „Reynslan
heffir tvær hliðar, felur í sér full tengsl mihi þess sem skynjar og heimsins. Alveg
eins og að skynja Miklagjúffir eða Vetrarbrautina sem háleit fyrirbæri felur í sér
tengsl: hrifning, undrun og ótti koma til sögunnar í tengslum við magn og kraft
náttúrunnar“.23 Þessar tiffinningar sem hellast yfir mannveruna í hinni háleitu
reynslu eru ekki bara tilfinningar í aðskildri og fjarlægri vitund, heldur eru þetta
fiffinningar sem eiga rætur sínar í ákveðnum eiginleikum viðfangsins og verða til
1 tengslunum á ?nilli vitundar og viðfangs.
Bæði Mann og Johnson benda á hvernig fegurð og hið háleita snertast þegar
uppliffinin af fegurð verður kraftmikil, mikilfengleg og dulúðug. Mann nefnir
dæmi um reynslu af því að mæta villtu dýri í ósnortinni náttúru; fegurð dýrsins
er mikilfengleg en uppliffininni fylgir ákveðin sorg og ógn vegna þess að í dag
a Sama rit, bls. 161.
a Sama rit, bls. 157-58.
Galen A.Johnson. 2009. The Retrievalof the Beautiful: Ihinking IhroughMerleau-PontysAesthetics.
Evanston, Ulinois: Northwestern University Press. Bls. 223.