Hugur - 01.06.2010, Síða 93
Verufræði listaverksins
9i
Sköpun listamannsins felst sem sagt í því að velja úr óendanlegum fjölda eða
a.m.k. gífurlegum fjölda hugsanlegra formgerða þá formgerð sem hefur ákveðið
fagurfræðilegt gildi. Það að velja nákvæmlega réttu formgerðina er í sjálfu sér
afrek, og engin þörf á að gera lítið úr því, þannig að jafnvel þótt formgerðin sé
til sem slík útilokar það ekki að listamaðurinn þurfi að beita miklum sköpunar-
krafti til að finna nákvæmlega réttu formgerðina í listsköpun sinni. Auk þess felst
ákveðinn þáttur sköpunarinnar í því að beita eiginleikum miðilsins sem kemur
formgerðinni til skila - tónum, litum eða orðum - á réttan hátt.
Þá segir Thomasson:
Ennfremur er það hversdagsleg skoðun okkar, að mörg forn tónlistar- og
bókmenntaverk hafi verið eyðilögð, en samkvæmt [hugmyndinni um list
sem formgerð] er í rauninni aldrei hægt að eyðileggja listaverk (þótt unnt
sé að eyðileggja einstök dæmi um þau). Ennfremur er almennt talið að
við greinum eina gerð eða tegund frá annarri eingöngu með einkennandi
eiginleikum þeirra - en ef svo er, þá hafa atriði eins og hver höfundurinn
er eða sögulegt samhengi alls ekkert að segja um það um hvaða verk er
að ræða, andstætt venjubundnum aðferðum okkar, en jafnvel smáafbrigði
í eiginleikum gerðarinnar [...] geta haft í for með sér að um allt annað
verk sé að ræða.13
En hvað er átt við þegar við segjum að fornt bókmenntaverk eða tónverk hafi
verið eyðilagt? Verkið Alepeia (Sannleikurinn) sem sagt er að Prótagóras hafi sam-
ið er ekki lengur til, og hefur þar af leiðandi verið eyðilagt eða glatast á einhvern
annan hátt. Sömuleiðis eru ýmsar af fyrri óperum Hándels glataðar, svo dæmi sé
tekið úr tónlist. í slíkum tilfellum er verkið glatað eða eyðilagt í þeim skilningi að
engar eða ófullnægjandi heimildir em til um texta eða nótur verksins, handritið
eða afrit em glötuð. En einhvern tímann var til texti eða nótur sem lýstu ákveð-
inni formgerð. Þessi formgerð er til sem sh'k, sem hrein formgerð, h'kt og aðrar
formgerðir skoðaðar sem sértæk fyrirbæri, en hún er ekki til í neinum miðli. Það
er hægt að eyðileggja listaverk í þeim skilningi að formgerðin eða heimildir um
hana glatast með þeim miðli sem hún birtist í, þótt formgerðin sem sHk sé áfram
til. Á sama hátt má segja að sönnun Fermats á því sem kallað er „síðasta setning
Fermats“ hafi tilvist sem formgerð, hafi hún nokkurn tímann verið til (þ.e. hafi
Fermat haft rétt fyrir sér er hann skrifaði á bókarspássíu að hann væri búinn
að finna snilldarlega sönnun á setningunni, en ekki væri pláss á spássíunni fyrir
sönnunina), en heimildir um hana eru glataðar, þ.e. handrit Fermats þar sem hann
skrifaði niður sönnunina eða afrit af því eru glötuð.
Varðandi hitt atriðið, um það hvernig við getum greint eitt Ustaverk frá öðru
samkvæmt kenningunni um að bókmennta- og tónlistarverk séu formgerðir, get-
um við sagt eftirfarandi. Segjum að tvö tónskáld „detti niður á sömu formgerð,
öd. ákveðið stef, fyrir algera tilviljun. Það á stundum við um dægurlög eins og
Eurovisionlög að því er haldið fram að aðalstef lags hafi þegar verið til, því hafi
1! Hiomasson (2004), bls. 88.