Hugur - 01.06.2010, Síða 102

Hugur - 01.06.2010, Síða 102
IOO Erlendur Jónsson slíkra verka felst fyrst og fremst í merkingu orðanna sem flytjandinn getur ekki breytt eða sveigt. Meðal bókmenntaverka eru það e.t.v. leikrit sem eru sveigjanlegust í flutningi, þannig getur leikstjóri túlkað leikrit með mismunandi leikmyndum og búning- um, og jafnvel breytt texta eða fellt niður án þess að það sé talið koma niður á boðskap verksins. X Eitt atriði sem ekki hefur verið minnst á varðandi flutning listaverks er færni eða leikni flytjandans. Oft er það tilgangur tónverks að sýna hversu fær hljóðfæraleik- ari er, t.d. í píanó- eða fiðlukonsert. Flytjandinn skapar þannig eigið listaverk, sem byggt er á formgerð tónskáldsins, en listaverk flytjandans felst í færninni, leikn- inni, sem hann sýnir er hann leikur verkið. Flytjandinn getur jafnvel skapað eigin tónverk, t.d. þegar hann semur sjálfur kadensu20 í konsert er hann flytur. Færni eða leikni gegnir líka mikilvægu hlutverki í öðrum listformum en tónlist. Þannig dáumst við að því hversu flinkur teiknari er, annaðhvort í að líkja eftir fyr- irmynd sinni eða teikna skopteikningu, leika sér að litum og formum, eða á annan hátt. Skáld getur verið leikið í að yrkja, leika sér að mismunandi bragarháttum, verið meistari orðsins. Og í tónlist kemur leikni ekki aðeins fram í leikni flytjand- ans heldur líka í leikni tónskáldsins, t.d. í því að geta fundið rétta hljóma, semja flókna fugu um gefið stef, og mörgu fleira. Það hefur löngum verið einn helsti mælikvarði á það hversu mikill listamaður einhver er, hversu flinkur eða leikinn hann er í listsköpun sinni, hversu mikið vald hann hefur á þeirri tegund form- gerðar sem listform hans byggist á. Tónskáldið leikur sér að hljómum og form- sköpun tónverks, ljóðskáldið leikur sér að orðum og ljóðformum, málarinn leikur sér að litum og stíl. Haydn þótti hafa einstaklega miluð vald á sónötuforminu í sinfóníum sínum og strengjakvartettum, Mozart var meistari óperuformsins, Wagner var meistari í að tjá flóknar tilfinningar með sameiningu leikrits og söngs. Þetta gildir einnig um rithöfunda á borð við Halldór Kiljan Laxness sem lék sér á meistaralegan hátt að íslensku máli, fornu og nýju, í Gerplu. XI Að lokum verður minnst mjög stuttlega á nokkrar aðrar kenningar um verufræði listaverka sem settar hafa verið fram og þær bornar saman við þær hugmyndir sem fram hafa komið hér. Því er oft haldið fram að listaverk séu af mismunandi tagi eftir því um hvaða listform er að ræða. Þannig er sagt að myndlistaverk eins og málverk og högg- myndir séu einstakir efnishlutir, á meðan tónlistarverk og bókmenntaverk séu 20 Kadensa í konsert fyrir einleikshljóðfæri eins og fiðlu, píanó eða flautu er stuttur innskotskafli, oftast undir lok fyrsta eða síðasta kafla, sem tónskáldið ædast til að einleikarinn semji sjálfur til að sýna snilli sína.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.