Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 102
IOO
Erlendur Jónsson
slíkra verka felst fyrst og fremst í merkingu orðanna sem flytjandinn getur ekki
breytt eða sveigt.
Meðal bókmenntaverka eru það e.t.v. leikrit sem eru sveigjanlegust í flutningi,
þannig getur leikstjóri túlkað leikrit með mismunandi leikmyndum og búning-
um, og jafnvel breytt texta eða fellt niður án þess að það sé talið koma niður á
boðskap verksins.
X
Eitt atriði sem ekki hefur verið minnst á varðandi flutning listaverks er færni eða
leikni flytjandans. Oft er það tilgangur tónverks að sýna hversu fær hljóðfæraleik-
ari er, t.d. í píanó- eða fiðlukonsert. Flytjandinn skapar þannig eigið listaverk, sem
byggt er á formgerð tónskáldsins, en listaverk flytjandans felst í færninni, leikn-
inni, sem hann sýnir er hann leikur verkið. Flytjandinn getur jafnvel skapað eigin
tónverk, t.d. þegar hann semur sjálfur kadensu20 í konsert er hann flytur.
Færni eða leikni gegnir líka mikilvægu hlutverki í öðrum listformum en tónlist.
Þannig dáumst við að því hversu flinkur teiknari er, annaðhvort í að líkja eftir fyr-
irmynd sinni eða teikna skopteikningu, leika sér að litum og formum, eða á annan
hátt. Skáld getur verið leikið í að yrkja, leika sér að mismunandi bragarháttum,
verið meistari orðsins. Og í tónlist kemur leikni ekki aðeins fram í leikni flytjand-
ans heldur líka í leikni tónskáldsins, t.d. í því að geta fundið rétta hljóma, semja
flókna fugu um gefið stef, og mörgu fleira. Það hefur löngum verið einn helsti
mælikvarði á það hversu mikill listamaður einhver er, hversu flinkur eða leikinn
hann er í listsköpun sinni, hversu mikið vald hann hefur á þeirri tegund form-
gerðar sem listform hans byggist á. Tónskáldið leikur sér að hljómum og form-
sköpun tónverks, ljóðskáldið leikur sér að orðum og ljóðformum, málarinn leikur
sér að litum og stíl. Haydn þótti hafa einstaklega miluð vald á sónötuforminu
í sinfóníum sínum og strengjakvartettum, Mozart var meistari óperuformsins,
Wagner var meistari í að tjá flóknar tilfinningar með sameiningu leikrits og söngs.
Þetta gildir einnig um rithöfunda á borð við Halldór Kiljan Laxness sem lék sér
á meistaralegan hátt að íslensku máli, fornu og nýju, í Gerplu.
XI
Að lokum verður minnst mjög stuttlega á nokkrar aðrar kenningar um verufræði
listaverka sem settar hafa verið fram og þær bornar saman við þær hugmyndir
sem fram hafa komið hér.
Því er oft haldið fram að listaverk séu af mismunandi tagi eftir því um hvaða
listform er að ræða. Þannig er sagt að myndlistaverk eins og málverk og högg-
myndir séu einstakir efnishlutir, á meðan tónlistarverk og bókmenntaverk séu
20 Kadensa í konsert fyrir einleikshljóðfæri eins og fiðlu, píanó eða flautu er stuttur innskotskafli,
oftast undir lok fyrsta eða síðasta kafla, sem tónskáldið ædast til að einleikarinn semji sjálfur til
að sýna snilli sína.