Hugur - 01.06.2010, Page 107
Nietzsche um líkamann sem náttúru
105
að komast að sjálfur. Náttúru- og mótunarhyggjuviðhorf Nietzsches til líkamans
er einungis hægt að skilja í stærra samhengi heimspeki hans. Heimspeki hans
um líkamann byggir á skilningi hans á náttúrunni/lífinu sem vilja til valds, og á
greiningu hans á því hvernig siðferðileg og menningarleg öfl stýra afstöðu okkar
til okkar eigin líkamlegu náttúru. Þetta leiðir til nýstárlegs skilnings á líkama og
náttúru sem getur af sér vísi að siðfræði um hvernig náttúra og hið holdgerða sjálf
eru hvert öðru háð.
Líkamsheimspeki Nietzsches í samhengi samtímaheimspeki
A síðustu áratugum hafa mótunarhyggjukenningar um líkamann átt miklu fylgi
að fagna, og kenning Nietzsches um líkamann hefur einkum verið túlkuð í ljósi
þeirra og sem undanfari þeirra. Þessi áhersla á mótunarhyggjuþætti yfirskyggir þá
staðreynd að Nietzsche setti fram ósvikna kenningu um lífeðlisfræði líkamans,
einkum í síðari verkum sínum. Lífeðlisfræði var á hans tíma álitin grunnvísindi2
og Nietzsche nýtti sér niðurstöður hennar fyrir sína eigin heimspeki með því
að árétta kenningu sína um viljann til valds með lífeðlisfræðilegum skýringar-
tilgátum.3
Lífeðlisfræði hans um hinn lifandi líkama tengist einnig hugmyndum hans um
hvernig náttúra mannsins er sögulega og menningarlega þróuð. Michel Foucault
er sá heimspekingur sem upphaflega átti stærstan þátt í að vekja athygli á mót-
unarhyggju í heimspeki Nietzsches. Foucault fullyrti að það væri misskilningur að
halda að líkaminn sé einungis ákvarðaður af lífeðlisfræðilegum lögmálum.4 Hann
byggir þetta á þeirri hugmynd Nietzsches að aldrei hafi verið til „náttúrulegt
mannkyn“.5 Foucault hugsar þetta lengra með þeirri skoðun sinni að líkaminn
sé alfarið „út- og innprentað[ur]“ af sögunni.6 Þess vegna telur Foucault það vera
markmið hinnar sifjafræðilegu aðferðar sem hann sækir til heimspeki Nietzsches
að afhjúpa og greina hvernig líkamanum hefur verið stjórnað og hann hefur verið
mótaður af mismunandi stýrikerfum og regluveldi samfélags og menningar.
Samtímaheimspekingar undir áhrifum af sifjafræði mannslíkamans í kenning-
um Foucault hafa gengið lengra með mótunarhyggju um mannslíkamann. Judith
Butler gerir það með mótunarhyggju sinni um hinn kynjaða líkama. Samkvæmt
Butler er ekki hægt að henda reiður á líkamanum sem náttúrulegu fyrirbæri sem
sé gefið á undan orðræðu um það. Hinn kynjaði líkami (karllíkami/kvenlíkami)
er mótaður fyrir tilstilli siðvenju sem felur í sér árétmn viðmiða (og „kyn“ er
2 Sjá Sigríður Þorgeirsdóttir, Vis creativa. Kunst und Wahrheit in der Philosophie Nietzsches (Wiirz-
burg: Königshausen 8c Neumann, 1996), 4. kafli.
3 Hann gekk svo langt að fullyrða að hugleiðingar hans um list og listræna sköpun væru „lífeðlis-
fræði listarinnarM fremur en heimspeki listarinnar. Ástæðan fyrir því var sú að hann taldi að líf-
eðlisfræðin gæti best lýst með hvaða hætti listræn sköpunarferli eru allt í senn líkamleg, skynræn
og vitræn.
4 Michel Foucault, „Nietzsche, sifjafræði, saga“, Alsæi, vald og pekking (Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Islands, 2005), 212-240.
Kritiscbe Studienausgabe der Werke Nietzsches (Berlin: deGruyter, 1980), 12, 482. Hér eftir KSA,
númer bindis and blaðsíðutal.
Michel Foucault, „Nietzsche, siijafræði, sagaM, 222.