Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 107

Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 107
Nietzsche um líkamann sem náttúru 105 að komast að sjálfur. Náttúru- og mótunarhyggjuviðhorf Nietzsches til líkamans er einungis hægt að skilja í stærra samhengi heimspeki hans. Heimspeki hans um líkamann byggir á skilningi hans á náttúrunni/lífinu sem vilja til valds, og á greiningu hans á því hvernig siðferðileg og menningarleg öfl stýra afstöðu okkar til okkar eigin líkamlegu náttúru. Þetta leiðir til nýstárlegs skilnings á líkama og náttúru sem getur af sér vísi að siðfræði um hvernig náttúra og hið holdgerða sjálf eru hvert öðru háð. Líkamsheimspeki Nietzsches í samhengi samtímaheimspeki A síðustu áratugum hafa mótunarhyggjukenningar um líkamann átt miklu fylgi að fagna, og kenning Nietzsches um líkamann hefur einkum verið túlkuð í ljósi þeirra og sem undanfari þeirra. Þessi áhersla á mótunarhyggjuþætti yfirskyggir þá staðreynd að Nietzsche setti fram ósvikna kenningu um lífeðlisfræði líkamans, einkum í síðari verkum sínum. Lífeðlisfræði var á hans tíma álitin grunnvísindi2 og Nietzsche nýtti sér niðurstöður hennar fyrir sína eigin heimspeki með því að árétta kenningu sína um viljann til valds með lífeðlisfræðilegum skýringar- tilgátum.3 Lífeðlisfræði hans um hinn lifandi líkama tengist einnig hugmyndum hans um hvernig náttúra mannsins er sögulega og menningarlega þróuð. Michel Foucault er sá heimspekingur sem upphaflega átti stærstan þátt í að vekja athygli á mót- unarhyggju í heimspeki Nietzsches. Foucault fullyrti að það væri misskilningur að halda að líkaminn sé einungis ákvarðaður af lífeðlisfræðilegum lögmálum.4 Hann byggir þetta á þeirri hugmynd Nietzsches að aldrei hafi verið til „náttúrulegt mannkyn“.5 Foucault hugsar þetta lengra með þeirri skoðun sinni að líkaminn sé alfarið „út- og innprentað[ur]“ af sögunni.6 Þess vegna telur Foucault það vera markmið hinnar sifjafræðilegu aðferðar sem hann sækir til heimspeki Nietzsches að afhjúpa og greina hvernig líkamanum hefur verið stjórnað og hann hefur verið mótaður af mismunandi stýrikerfum og regluveldi samfélags og menningar. Samtímaheimspekingar undir áhrifum af sifjafræði mannslíkamans í kenning- um Foucault hafa gengið lengra með mótunarhyggju um mannslíkamann. Judith Butler gerir það með mótunarhyggju sinni um hinn kynjaða líkama. Samkvæmt Butler er ekki hægt að henda reiður á líkamanum sem náttúrulegu fyrirbæri sem sé gefið á undan orðræðu um það. Hinn kynjaði líkami (karllíkami/kvenlíkami) er mótaður fyrir tilstilli siðvenju sem felur í sér árétmn viðmiða (og „kyn“ er 2 Sjá Sigríður Þorgeirsdóttir, Vis creativa. Kunst und Wahrheit in der Philosophie Nietzsches (Wiirz- burg: Königshausen 8c Neumann, 1996), 4. kafli. 3 Hann gekk svo langt að fullyrða að hugleiðingar hans um list og listræna sköpun væru „lífeðlis- fræði listarinnarM fremur en heimspeki listarinnar. Ástæðan fyrir því var sú að hann taldi að líf- eðlisfræðin gæti best lýst með hvaða hætti listræn sköpunarferli eru allt í senn líkamleg, skynræn og vitræn. 4 Michel Foucault, „Nietzsche, sifjafræði, saga“, Alsæi, vald og pekking (Reykjavík: Bókmennta- fræðistofnun Háskóla Islands, 2005), 212-240. Kritiscbe Studienausgabe der Werke Nietzsches (Berlin: deGruyter, 1980), 12, 482. Hér eftir KSA, númer bindis and blaðsíðutal. Michel Foucault, „Nietzsche, siijafræði, sagaM, 222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.