Hugur - 01.06.2010, Síða 113
Nietzsche um líkamann sem náttúru
iii
honum. Þá erum við aftur komin að hugmynd Schopenhauers um að við finnum
viljann að verki í eigin h'kama. En vegna þess að Nietzsche setur fram kenningu
um viljann til valds nægir honum ekki að beina sjónum að mannlegum líkamleika
almennt til þess að koma auga á virkni viljans í sinni skýrustu mynd. Til þess að
undirstrika að hér sé að verki vilji til valds fremur en hinn schopenhaueríski vilji
til lífs gerir Nietzsche sköpunarmátt sterkra einstaldinga að ljósasta dæminu um
mannlega reynslu af viljanum til valds. Hugmyndin er sú að lífið, sé það skilið
sem vilji til valds, snýst ekki um sjálfsviðhald eða einungis um að lifa af. Að dómi
Nietzsches myndi það jafngilda stöðnun sem leiðir að lokum til veikingar vilj-
ans og uppgjafar. Skortur og vöntun einkenna ekki náttúruna. Þvert á móti eru
ofgnótt og austur fremur reglan.25 Viljann til valds má þess vegna ekki aðeins
skilja með hliðsjón af því hvernig hann virkar sem líf og í lífinu. Viljinn til valds er
drifkraftur sem miðar að „meira h'fi“ fremur en að vera einungis vilji til lífs vegna
þess að það er í eðli vilja til valds að vaxa með því seilast út yfir sjálfan sig. Þess
vegna er þetta ekki bara spurning um að komast af, eins og Nietzsche skrifar í Svo
mælti Zarapústra'. „Margt meta hfandi verur dýrar en lífið; en út úr matinu sjálfu
talar — viljinn til valds!“26
Lífið birtist Nietzsche þannig sem vilji til valds. Hinn sterki einstaklingur er
homo natura, hinn náttúrulegi maður, sem er vilji til valds. Nietzsche áhtur að eftir
því sem maðurinn verði náttúrulegri aukist líkurnar á að menningin eflist. Að því
leyti er menning h'ka skihn sem náttúra. Náttúra og menning eru ekki andstæður.
Þær eru samtvinnaðar. Hinir sterku einstakhngar geta að dómi Nietzsches gert
menninguna að betri náttúru með því að frelsa hana undan kúgandi hugmyndum
sem afneita því að við erum náttúruleg. Sú merking sem Nietzsche leggur í þetta
er tvíbent. Annars vegar svífa honum fýrir hugskotssjónum sterkar manngerðir
sem fara sínu fram, ribbaldar ef út í það er farið (og ekki þarf að eyða orðum í
hvernig shkum hugmyndum var hampað á tímum nasismans). Ef við lítum fram
hjá þessari grófu hhð á skilningi Nietzsches á hinni náttúrulegu manngerð og
víkjum að hinni manngerðinni, þá felst styrkur sér í lagi í því að geta endurmetið
gildi og þannig endurnýjað menninguna.
Til að geta skilið hvaða merkingu Nietzsche leggur í að verða náttúrulegri með
þessum hætti er nauðsynlegt að víkja að hugmyndum hans um h'kamann. Hann
skrifar að hinar sterku manngerðir hafi skapað sér „æðri líkama“. Þær hafa orðið
náttúrulegri og komist í nánari tengsl við líkama sinn sem náttúru.27 Það merkir
ekki að þær hafi horfið aftur til upprunalegrar náttúru. Við getum ekki vitað hvað
hrein, upprunaleg náttúra er. Að verða náttúrulegri merkir í þessu samhengi upp-
götvun náttúrunnar með því að breyta hugmyndum okkar um hana. Jafnframt
merkir það að segja skilið við hefðbundinn vísindalegan og siðferðilegan skilning
á náttúrunni að því leyti sem slíkur skilningur er bhndur á náttúruna sem vilja til
valds. Þessi hugmynd um að verða náttúrulegri getur þess vegna sagt meira um
foryrðanleg lög líkamleika en mótunarhyggja Butler jafnframt því sem hún er
25 Friedrich Nietzsche, Diefröhliche Wissenschaft, §349, KSA 3,585.
2,1 Friedrich Nietzsche, Svo mœlti Zaraþústra (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1996), 129.
7 Friedrich Nietzsche, Diefröhliche Wissenschaft, KSA 3,469.