Hugur - 01.06.2010, Síða 122
120
Guðmundur Heiðar Frímannsson
hugsun í samskiptum, skapandi starfi og við að setja sér markmið og taka ákvarð-
anir“ (Menntamálaráðuneytið 2007:12). I Lögum umframhaldsskóla segir í 2. gr. að
framhaldsskólar skuli þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum,
jafnrétti og gagnrýninni hugsun. Mér virðist raunar að hin nýja námskrá grunn-
skólans geri gagnrýninni hugsun ekki eins hátt undir höfði og sú sem gilti áður
en það er samt sem áður ljóst að í íslenskum grunn- og framhaldsskólum á að
þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun. Það ætti í rauninni ekki að koma neinum
á óvart sem á annað borð hefur hugleitt inntak skólastarfs. Gagnrýnin hugsun er
mikilvægasti lykillinn að þeirri bóklegu skynsemishefð sem skólar eru sprottnir
úr. En gagnrýnin hugsun er líka einn af verðmætustu hæfileikum sem menn geta
tileinkað sér í samfélagi nútímans, hún er hæfileiki sem nýtist á ólíkustu sviðum
þjóðlífsins og sömuleiðis í umhugsun og ákvörðunum um eigið h'f.
Afhverju hugarfar gagnrýninnar hugsunar?
Astæðan til þess að hugarfar er nauðsynlegur þáttur í gagnrýninni hugsun er sú
að við segjum ekki um einhvern að hann sé fær í gagnrýninni hugsun en beiti
henni ekki. Það er ekki nóg að hafa lært að greina á milli óh'kra tegunda álykt-
ana, greina sennilegar og ósennilegar forsendur, ef shk kunnátta hefur engin áhrif
á ákvarðanir þess sem hefur lært, áhrif á það hvernig hann ber sig að í ólíkum
aðstæðum þegar reynir á að taka skynsamlegar ákvarðanir. Kunnáttan ein kemur
ekki í veg fyrir þröngsýni, þekkingarleysi og fordóma. Það nægir ekki að hafa lært
um hvað gagnrýnin hugsun er, maður þarf að hafa lært að beita henni og, það sem
er mikilvægast af öllu, vera reiðubúinn að beita henni þegar tækifærin bjóðast,
vera gagnrýninn hugsuður. Það er einungis þá sem hægt er að segja að maður hafi
náð fullum tökum á gagnrýninni hugsun. Færninni þarf að fylgja hugarfar eða
andi gagnrýninnar hugsunar. Þetta merkir ekki að sá sem hefur gagnrýna hugsun
á valdi sínu nálgist öll viðfangsefni alltaf undir öllum kringumstæðum með gagn-
rýninni hugsun, einungis að hann geri það þegar tækifæri gefst og tilefni er til. Þá
fer saman hugarfarið og færnin. Þessi skoðun felur í sér að gagnrýnin hugsun á
sér rætur í siðferðilegum dygðum.
Hvernig fer manneskja sem beitir gagnrýninni hugsun að í glímu við erfiðar
spurningar? Hún myndi að líkindum leitast við að orða spurninguna sem leitað
er svara við skýrt, greina flókin viðfangsefni skipulega, leggja sig fram við að sækja
viðeigandi upplýsingar, vanda sig og einbeita sér að viðfangsefninu sem fengist
er við, gefast ekki upp við að leysa þau vandamál sem upp koma og beita þeirri
nákvæmni sem viðfangsefnið leyfir (Facione 1998: 8-9). Það er eftirtektarvert við
þessa lýsingu að hún dregur fram ýmislegt fleira en innviði gagnrýninnar hugs-
unar og raunar fleira en oft er rakið í því hugarfari sem henni fylgir. Þrautseigja er
tilgreind en ég held að það sé ekki ofmælt að hún skiptir miklu máli við alla beit-
ingu gagnrýninnar hugsunar. Ástæðan er sú að oftar en ekki eru þær spurningar
sem við er fengist erfiðar og það þarf að hafa mikið fyrir því að finna viðunandi
svör við þeim. Annað atriði sem oft er ekki orðað er viðleitnin til að setja spurn-