Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 126
124
Guðmundur Heiðar Frímannsson
og einnar tegundar (Bailin og Siegel 2003:186-187). Og þegar menn vanda sig þá
hugsa þeir gagnrýnið og þá hugsa þeir vel (Mikael M. Karlsson 2005).
Gagnrýnin hugsun oggóð hugsun
En hvað segir sú skoðun okkur að gagnrýnin hugsun sé góð hugsun? Hún segir
það að hugtakið gagnrýnin hugsun er gildishlaðið, gildisþrungið eða matskennt,
það sem á öðrum, skyldum tungumálum er nefnt normatíft. Sú hugsun sem er
gagnrýnin þarf að uppfylla tilteknar kröfur og þegar við segjum að hugsun sé
gagnrýnin þá höfum við metið það hvort hún uppfyllir þær kröfur sem við teljum
sjálfsagt að gera til hennar. En þessar kröfiir og gildi eru ekki hluti af einkalífi
fólks og aUs ekki einhverjir ferlar í höfðinu á því heldur hluti af því samlífi sem er
opið öllum. Þetta þýðir að einber lýsandi kenning um ferla gagnrýninnar hugs-
unar dugar ekki til að skýra gagnrýna hugsun.
Gagnrýnin hugsun er góð hugsun í þeim skilningi að þeim sem hefur hugsað
gagnrýnið hefur tekist að hugsa vel og vandlega um eitthvað. En nú er það svo
að manneskjur hugsa ýmist einar saman eða með öðrum. I nútímaumhverfi er
ekki síður mikilvægt að vera fær um að hugsa með öðrum en með sjálfum sér
(Ólafur Páll Jónsson 2008). I starfi er það svo að stofnanir og fyrirtæki nútímans
gera miklar kröfur til þess að starfsmenn vinni saman að lausn tiltekinna mála.
I vísindum vinna menn ekki síður í hópum en einir sér. Ymislegt bendir til þess
að samvinna margra geri þeim kleift að leysa flóknari viðfangsefni en þeir ella
gætu. En er sú lýsing á gagnrýninni hugsun sem hér hefur verið rakin ekki of
einstaklingsbundin, hugsuð fyrir hvern og einn í gh'mu við fjölbreytt og flókin
viðfangsefni en ekki þegar hann tekur þátt í því með öðrum að leysa þau? Þetta
er mikilvæg spurning og það hefur orðið nokkrum tilefni til þess að hafna svip-
uðum lýsingum og hér hefur verið haldið fram. En það er ekki nokkur ástæða til
þess. Gagnrýnin hugsun er jafn mikilvæg í samvinnu við aðra og í eigin gh'mu við
viðfangsefnin. A það hefur oft verið bent að manneskjurnar hugsa oft og rökræða
saman til að leysa ráðgátur í vísindum og fræðum. En sama á við miklu víðar í
mannlífinu, í fyrirtækjum, í stofnunum, í félögum, í stjórnmálum, í fjölslcyldum.
Það er ekki nokkur ástæða til að líta fram hjá því að í þessu efni eins og öðrum
þá hfa manneskjurnar í félagi hver við aðra og þær þurfa því mjög oft að leysa
verkefnin saman. En þessi staðreynd þýðir að öh sömu atriði og hér hafa verið
talin eru mikilvæg þegar við hugsum gagnrýnið með öðrum: við þurfum að greina
vandamáUn, túlka þau, skýra, draga ályktanir, meta, vera reiðubúin að endurskoða
eigin rök og skoðanir, spyrja, leita þess sem er satt og rétt, vera víðsýn, nálg-
ast hlutina kerfisbundið, treysta því að gagnrýnin hugsun og skynsemi geti leyst
þrautirnar.Til viðbótar þessu verður að koma það að vera reiðubúinn að bregðast
vel við ástæðum og rökum annarra og leitast við að setja fram þau rök sem líkleg
eru til að stuðla að því að markmið samræðnanna náist (Bailin, Case, Coombs og
Daniels 1999: 289). Það er ekkert í þeirri lýsingu sem hér hefur verið rakin sem
hefur það í for með sér að aUar rökræður snúist upp í kappræður, öU samvinna sé